Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Varað við tínslu á skel

Birting:

þann

Kræklingur - Mussels

Alexandrium og Dinophysis þörungar  hafa greinst undanfarið í sjósýnum sem hafa verið tekin í Hvalfirði, Breiðafirði,  Mjóafirði-eystri og Steingrímsfirði.  Útbreiðsla þessara þörunga annars staðar við landið er ekki þekkt.

Það er því varað við tínslu á krækling (bláskel) og annarra skeltegunda við landið. Sú þumalfingurregla sem er þekkt að ekki skuli tína skel til neyslu í mánaðarheitum sem eru ekki með r er því í fullu gildi.

Alexandrium þörungar geta valdið PSP eitrun og Dinophysis þörungar DSP eitrun. Nánari upplýsingar um einkenni eru hér.

Tekið skal fram að kræklingur sem fer á markað sætir ströngu eftirliti og fer ekki á markað fyrr en sýnt hefur verið fram á að magn þörugnaeiturs sé innan þeirra marka sem sett hafa verið.

Hægt er að fylgjast með niðurstöðum þörungavöktunar á heimasíðum Matvælastofnunar og Hafrannsóknarstofnunar.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið