Smári Valtýr Sæbjörnsson
Varað við tínslu á skel
Alexandrium og Dinophysis þörungar hafa greinst undanfarið í sjósýnum sem hafa verið tekin í Hvalfirði, Breiðafirði, Mjóafirði-eystri og Steingrímsfirði. Útbreiðsla þessara þörunga annars staðar við landið er ekki þekkt.
Það er því varað við tínslu á krækling (bláskel) og annarra skeltegunda við landið. Sú þumalfingurregla sem er þekkt að ekki skuli tína skel til neyslu í mánaðarheitum sem eru ekki með r er því í fullu gildi.
Alexandrium þörungar geta valdið PSP eitrun og Dinophysis þörungar DSP eitrun. Nánari upplýsingar um einkenni eru hér.
Tekið skal fram að kræklingur sem fer á markað sætir ströngu eftirliti og fer ekki á markað fyrr en sýnt hefur verið fram á að magn þörugnaeiturs sé innan þeirra marka sem sett hafa verið.
Hægt er að fylgjast með niðurstöðum þörungavöktunar á heimasíðum Matvælastofnunar og Hafrannsóknarstofnunar.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






