Sverrir Halldórsson
„Kokkens kamp“ er ný keppni á Tv2 í Noregi
Það eru 10 af þekktustu kokkum Noregs sem keppa og í hverjum þætti dettur einn kokkur út þar til einn er eftir og er hann sigurvegarinn.
Eftirfarandi 10 kokkar keppa:
Bent Stiansen – 50 ára
Margir þekkja Bent sem goðsögn í norsku kokkalífi, hann hefur gefið út margar matreiðslubækur og gert fjöldan af sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina. Hann var fyrsti norræni kokkurinn til að vinna Bocuse d-Or árið 1993. Árið eftir stofnaði hann veitingastaðinn Stadtholdergaarden og fljótt fékk hann 1 Michelin stjörnu á staðinn og rekur hann enn.
Geir Skeie – 33 ára
Hann vann Bocuse d-Or Evrópu keppnina 2008 og svo aðalkeppnina í Lyon 2009. Hann hefur opnað tvo veitingastaði, annars vegar Brygga 11 í Sandefjord og hins vegar Brigga 11 í Stord. Hann hefur unnið á stöðum svo sem Le Canard, Solsiden og Palace Grill.
Gunnar Hvarnes – 36 ára
Gunnar varð matreiðslumaður Noregs árið 2009, frá 2004-2008 var hann fyrirliði í norska kokkalandsliðinu sem á þeim tíma varð Ólympíumeistarar 2004 og heimsmeistarar 2006.
Hann hefur unnið á stöðum svo sem Annen Etage, Bölgen og Moi, Gastronomit Institutt í Stavanger og er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Spiseriet sem er staðsett við nýja Konserthúsið í Stavanger.
Heidi Bjarkan – 43 ára
Heidi er yfirmatreiðslumaður við Konungshöllina í Noregi, en sem stendur er hún í leyfi til að sinna sínum veitingastað Credo í Þrándheimi.
Kari Innerá – 31 ára
Kari er Yfirmatreiðslumaður og eigandi að veitingastaðnum Cru. Ferill hennar er magnaður og hefur hún unnið á eftirfarandi stöðum, Bagatelle, Gastronomisk institutt í Stavanger, Mirabelle í London og var meðlimur af norska landsliðinu 2004-2008.
Hún hefur unnið til eftirfarandi verðlauna:
Ólympíuleikarnir Erfurt 2008 gullverðlaun með Norska landsliðinu og árið 2004 þegar liðið vann bronz verðlaun.
Matreiðslumaður Norðurlanda 2007
Matreiðslumaður Noregs – silfurverðlaun 2007
Matreiðslumaður Noregs – Bronsverðlaun 2005
Matreiðslumaður Noregs – 6. sæti
The Hulda award ( besti kvenkokkur Noregs )
2007 Gullverðlaun
2004 Silfurverðlaun
2003 Silfurverðlaun
Ólympíuleikarnir Erfurt
2004 Bronsverðlaun með ungliða landsliði Noregs
Trophée Passion í París keppni með þátttöku 15 þjóða þar sem yfirdómari var Pierre Gagnaire, 2006 Gullverðlaun.
Karl Erik Pallesen – 30 ára
Fyrverandi meðlimur í Norska Kokkalandsliðinu, í dag er hann einn af eigendum og daglegur stjórnandi á Nýja Fiskitorginu í Stavanger. Hann var um tíma yfirmatreiðslumaður á Gastronomisk Institutt í Stavanger og vann líka hjá Charles Tjessem á Charles og De í Sandnes. Árið 2010 vann Karl Erik „Hellströms Mesterkokk“ á sjónvarpstöðinni TV3.
Karla Siverts – 26 ára
Hún er yngsti þátttakandinn, hún hefur unnið sem kokkur og vaktstjóri á veitingastaðnum Strand sem að er í eigu Tom Victor-Gausdal. Nú er hún yfirmatreiðslumaður á Smalhans í Oslo en eigandi að staðnum er Tom Victor-Gausdal.
Karla tók þátt í fyrra í „hellströms Mesterkokk“ og náði 3. sæti þar, einnig tók hún þátt í keppninni Noregsmeistari í matreiðslu undir 23 ára árið 2009 og vann.
Lars Erik Underthun – 56 ára
Árið 1991 náði Lars að fá Michelin stjörnu fyrir nýja staðinn sinn Feinschmecker og hélt henni í 19 ár, þar til í fyrra að hann missti hana. Lars var einn af þeim sem komu að opnun að veitingastaðnum Oro árið 2000. Hann hefur mikla keppnisreynslu bæði í Noregi og með Norska landsliðinu.
Tom Victor Gausdal – 37 ára
Árið 2003 varð hann matreiðslumaður Noregs. Í dag rekur hann velþekktan veitingastað Strand í Bærum. Hann hefur tekið þátt í TV3 „Masterchef“ og á TV2 í „Til bords med fienden“
Trond Moi – 44 ára
Trond er annar af eigendum staðarins Bölgen og Moi. Moi sem er frá Kvinesdal hefur einnig opnað veitingastaðinn Verftet í Ny-Hellesund. Hann hefur bæði unnið gull og silfur í keppninni matreiðslumaður Noregs. 1997 vann hann keppnina Matreiðslumaður Norðurlanda. Hann hefur unnið í sjónvarpi hjá TV2 í „Tid for mat“.
Keppnin fer fram á TV2 í Noregi í haust.
Myndir: fengnar af netinu.
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum