Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Dauða kanínan verður fulla kanínan

Birting:

þann

Dead Rabbit NYC

Dead Rabbit NYC

Dead Rabbit í New York

Eig­end­ur bars­ins sem átti að heita Dead Rabbit hafa ákveðið að breyta nafn­inu. Nafn­gift­in vakti hörð viðbrögð hjá eig­end­um sam­nefnds staðar í New York en mögu­leg mál­sókn er þó ekki ástæða breyt­ing­anna að sögn eig­anda.

Sjá einnig: “Nafninu Dead Rabbit hefur verið rænt af okkur”

Líkt fram hef­ur komið hafa op­in­ber­ar deil­ur staðið yfir milli eig­enda Dead Rabbit í New York og þeirra Ómars Ingimars­son­ar og Andrés­ar Björns­son­ar. Þeir síðar­nefndu ætluðu nefni­lega að opna sam­nefnd­an bar í Aust­ur­stræti en fyrr­nefndi staður­inn nýt­ur mik­illa vin­sælda í New York og hef­ur kom­ist á nokkra lista yfir bestu bari borg­ar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Telja ís­lensk­an bar vera eft­ir­hermu

Í sam­tali við New York Daily sögðust eig­end­urn­ir í New York m.a. vera að reyna að leita rétt­ar síns.

Í sam­tali við mbl viður­kenndu þeir Ómar og Andrés að hafa varið mörg­um klukku­stund­um og eytt miklu fé á Dead Rabbit í New York þegar þeir fóru til borg­ar­inn­ar að skoða bari og veit­ingastaði til þess að leita eft­ir inn­blæstri áður en þeir ákváðu að opna staðinn í Aust­ur­stræti.

Frétt mbl.is: Dauða kan­ín­an á Íslandi svar­ar fyr­ir sig 

Andrés tel­ur að þeir hafi verið í full­um rétti laga­lega séð og seg­ir það ekki ástæðuna fyr­ir breyt­ing­unni. „Þó þeir hefðu farið í mál við okk­ur hefðu þeir aldrei unnið það,“ seg­ir hann og bæt­ir við að þeir hafi frek­ar viljað byggja upp sína eig­in sögu.

Það sé ástæðan fyr­ir nafn­breyt­ing­unni og mun staður­inn því héðan í frá ganga und­ir nafn­inu Drunk Rabbit.

Bar­inn verður þó áfram með írsku þema en nafnið The Dead Rabbit á ræt­ur að rekja til írsks geng­is í New York á nítj­ándu öld sem öðlaðist frægð að nýju í kvik­mynd­inni „Gangs of New York“ eft­ir Mart­in Scorsese.

Andrés seg­ir fram­kvæmd­ir á staðnum ganga mjög vel og er stefnt á opn­un í byrj­un mars.

 

Greint frá á mbl.is

Myndir: af facebook síðu Dead Rabbit NYC.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið