Bocuse d´Or
Viktor keppir fyrstur á Bocuse d´Or Europe
Nú eru tæpir 4 mánuðir þar til að Bocuse d´Or Europe forkeppnin fer fram í Búdapest höfuðborg Ungverjalands 10. til 11. maí, þar sem 20 þjóðir keppa og 12 komast áfram í sjálfa aðal keppnina sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017.
Þess ber að geta að undankeppnin er ekki síðri, enda allt lagt í sölurnar til að komast í aðalkeppnina.
Það er Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður sem keppir fyrir hönd Íslands og markmiðið hjá honum er að ná topp fimm í Evrópukeppninni í Búdapest og síðan að lenda á palli í Lyon í janúar 2017.
Kjötrétturinn skal innihalda hreindýr frá Ungverjalandi og er rétturinn borinn fram á fati. Uppistaðan í fiskréttinum er Styrja og kavíar og er afgreiddur á 14 diska.
Búið er að úthluta keppniseldhúsið og tímasetningu fyrir keppendur og mun Viktor byrja keppnina á þriðjudeginum 10. maí klukkan 08:30 á staðartíma. Klukkan 13:30 verður fiskrétturinn dæmdur, klukkan 14:05 verður kjötrétturinn borinn fram með tilþrifum og lýkur fyrri keppnisdegi klukkan 15:45.
Íslenski dómarinn er Sturla Birgisson matreiðslumeistari á Borg Restaurant í Reykjavík.
Keppniseldhús og tímatafla hjá öllum löndunum:
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana