Bocuse d´Or
Viktor keppir fyrstur á Bocuse d´Or Europe
Nú eru tæpir 4 mánuðir þar til að Bocuse d´Or Europe forkeppnin fer fram í Búdapest höfuðborg Ungverjalands 10. til 11. maí, þar sem 20 þjóðir keppa og 12 komast áfram í sjálfa aðal keppnina sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017.
Þess ber að geta að undankeppnin er ekki síðri, enda allt lagt í sölurnar til að komast í aðalkeppnina.
Það er Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður sem keppir fyrir hönd Íslands og markmiðið hjá honum er að ná topp fimm í Evrópukeppninni í Búdapest og síðan að lenda á palli í Lyon í janúar 2017.
Kjötrétturinn skal innihalda hreindýr frá Ungverjalandi og er rétturinn borinn fram á fati. Uppistaðan í fiskréttinum er Styrja og kavíar og er afgreiddur á 14 diska.
Búið er að úthluta keppniseldhúsið og tímasetningu fyrir keppendur og mun Viktor byrja keppnina á þriðjudeginum 10. maí klukkan 08:30 á staðartíma. Klukkan 13:30 verður fiskrétturinn dæmdur, klukkan 14:05 verður kjötrétturinn borinn fram með tilþrifum og lýkur fyrri keppnisdegi klukkan 15:45.
Íslenski dómarinn er Sturla Birgisson matreiðslumeistari á Borg Restaurant í Reykjavík.
Keppniseldhús og tímatafla hjá öllum löndunum:

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni