Smári Valtýr Sæbjörnsson
KEXLANDi berst nýr liðsauki á nýju ári – Viðburðaríkt ár framundan hjá KEXLAND
KEXLAND hefur borist nýr liðsauki og kom hann til starfa í byrjun árs. KEXLAND er ferða-, afþreyingar- og viðburðahlutinn af KEX Hostel, Sæmundi í Sparifötunum, Mikkeller & Friends Reykjavík og veitingastöðunum DILL og nafnlausa veitingastaðnum á Hverfisgötu 12.
Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Rúnar Ómarsson, sem m.a. var framkvæmdastjóri og einn stofnenda fatafyrirtækisins Nikita, hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra ásamt því að bætast í eigendahóp Kexlands. Hann mun leiða uppbyggingu KEXLAND sem öflugs fyrirtækis á sviði ferða, afþreyingar og viðburða bæði innanlands og utan, en Böðvar Guðjónsson mun áfram vera í forsvari fyrir viðburðadeild KEXLANDs.
„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu nýja verkefni. Ég hef fylgst með Kexinu frá upphafi, bæði sem áhugamaður um það sem vel er gert en jafnframt með tilliti til tækifæra í aukinni þjónustu við erlenda gesti. Ég hef komið reglulega á KEX frá því staðurinn opnaði, hef haldið hér fundi í fundarsölum, komið með fjölskyldu, vinum og starfsfélögum á ýmsar uppákomur og alltaf liðið ákaflega vel hér. Ég ber mikla virðingu fyrir því góða starfi sem hér hefur verið unnið af starfsfólki KEXLANDS og KEX Hostel. Hér starfar einvalalið sem ég hlakka til að vinna með”
segir Rúnar, sem undanfarið ár hefur sinnt ráðgjöf í vöruþróun, alþjóðlegri markaðssetningu og framleiðslu í gegnum fyrirtæki sitt Bakatil, sem mun starfa áfram á því sviði.
„KEX Hostel er margverðlaunað fyrirtæki, rómað fyrir bæði hönnun og útlit en ekki síður fyrir einstaka stemningu. Það er ákveðið ævintýri fyrir gestina bara að vera hérna á hostelinu. Þá eiga þeir enn inni allt það góða sem landið okkar hefur upp á að bjóða þeim sem ferðamönnum. Við munum áfram bjóða upp á gott úrval ferða og afþreyingar frá núverandi og nýjum samstarfsaðilum okkar, en jafnframt þróa með þeim og öðrum úrval af eigin ferðum KEXLANDs, þar sem sú stemning og það handbragð sem einkennir KEX Hostel mun njóta sín í hvívetna. Gestir okkar eru með ákveðnar væntingar til okkar sem leiðsögumanns og gestgjafa þeirra á Íslandi og við munum kappkosta að gera dvöl þeirra hjá okkur sem ánægjulegasta“
segir Rúnar Ómarsson.
Mynd: kexhostel.is
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






