Smári Valtýr Sæbjörnsson
Snapchat veitingageirans: Frá 1 árs afmæli Matar og Drykkjar til New York
Síðastliðna daga hefur Gísli Matthías Auðunsson eigandi veitingastaðarins Matar og Drykkjar verið með Snapchat Veitingageirans þar sem skyggnst hefur verið á bak við tjöldin hjá þessum skemmtilega veitingastað.
Heppnir Snapchat Vinir Veitingageirans fengu gjafabréf en staðurinn varð eins árs 21. janúar s.l. og heldur upp á afmælið með því að bjóða upp á sérstakan níu rétta þorramatseðil á aðeins 6.990 kr. í stað 9.990 kr. Auk þess mun Víking Ölgerð para réttina með nýjum bjór frá þeim, sem er að koma á markað.
Við þökkum Gísla og hans starfsfólki fyrir frábæra skemmtun.
Viktor Örn á Snapchat veitingageirans
Næstur með Snapchat veitingageirans er Viktor Örn Andrésson matreiðslumaður. Viktor verður næsti Bocuse d´Or kandídat, en hann er staddur núna í New York og byrjaði á Snapchat með því að sýna upphitað klósett á hótelinu í New York ásamt stýringakerfi fyrir klósettið.
Ekki missa af skemmtilegu snappi frá Viktori og addaðu: veitingageirinn
Myndir: Skjáskot úr Snapchat veitingageirans
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla