Smári Valtýr Sæbjörnsson
Strikið opnar aftur eftir gagngerar breytingar – Myndir
Veitingahúsið Strikið á Akureyri er á fimmtu hæð Alþýðuhússins við Skipagötu og hefur ávallt verið einn af vinsælustu veitingastöðunum á Akureyri.
Um áramótin s.l. var veitingastaðnum lokað og hafist handa að taka Strikið alveg í gegn.
„Strikið átti 10 ára afmæli þann 22. desember síðastliðinn og fannst okkur kominn tími á suma hluti þannig við ákváðum að skella okkur í framkvæmdir,“
sagði Heba Finnsdóttir framleiðslumeistari og einn eiganda Striksins í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um framkvæmdirnar.
Það var Leifur Welding sem sá um hönnunina. Gagngerar breytingar voru gerðar á salnum nýtt gólf, stóla, borð, lýsingu ásamt því að eldhúsið fékk einnig upplyftingu, nýtt gólfefni, málað ofl.
Maturinn og notalega stemmningin sem einkennir Strikið fær nú samt að halda sér og var opnað 15. janúar s.l. með pomp og prakt og boðið var upp á glæsilegan þriggja rétta matseðil á aðeins 4900 kr.
Humarsúpa í forrétt með kókos og tígris rækju
Val á milli
Kjúklingabringu með chilli hnetu hjúp, kartöflumús og kálfa gljáa
Eða
Pönnusteiktur hlýri og nípa með skelfisk sósu
Djúsí súkkulaðikaka i eftirrétt með passion sorbet
Mojito-inn var auðvitað á boðstólnum og einungis á 1000 kr., sama gamla góða verðið eins og var fyrir 10 árum síðan.
Meðfylgjandi myndir sýna framkvæmdirnar og hvernig salurinn lýtur út eftir breytingarnar. Virkilega flott.
Myndir: af facebook síðu Striksins.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir












