Smári Valtýr Sæbjörnsson
César Ritz flytur yfir til Opna háskólans | Breytingar í Hótel og matvælaskólanum í haust
Með haustinu mun hótelnámið César Ritz Colleges flytja yfir til Opna háskólans, en námið hefur verið kennt í Hótel og matvælaskólanum í MK síðastliðin ár.
Við byrjum með nýja grunndeild „Grunndeild matvæla- og ferðagreina“ sem er hugsuð fyrir nemendur á aldrinum 16 til 20 ára. Við erum líka með nýja útgáfu af matsveina/matartæknanámi en nú er það nám kennt saman og útskrifast matsveinar eftir tvær annir en matartæknar eru önn lengur,
sagði Baldur Sæmundsson áfangastjóri verknáms í Hótel og matvælaskólanum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um breytingarnar í skólanum næstkomandi haust.

Mikil aukning hefur orðið í framreiðslu náminu, en 13 framreiðslumenn útskrifuðust nú í maí. Hér afhendir Margrét Friðriksdóttir skólameistari burtfaraskírteini.
Nú í maí fóru fram skólaslit og brautskráning í Hótel og matvælaskólanum við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju í Kópavogi.
Þá útskrifuðust 8 bakarar, 13 framreiðslumenn og 22 í matreiðslu og 3 úr hótelstjórnunarnámi César Ritz. Að auki útskrifuðust 21 úr meistaranámi og 5 úr iðnstúdentsnámi en það er námsmöguleiki fyrir þá sem lokið hafa iðnnámi að sækja sér stúdentsnám.

Íris Björk Óskarsdóttir sem brautskráðist úr bakaraiðn hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.
Mynd: kornax.is
Nýsveinninn Íris Björk Óskarsdóttir sem brautskráðist úr bakaraiðn hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í iðnnámi frá Rótarýklúbbnum Borgir í Kópavogi. Þá hlaut hún einnig viðurkenningu úr Viðurkenningarsjóði MK og bókarverðlaun fyrir árangur í bakaraiðn.

-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards