Frétt
Nýr og glæsilegur vefur Gestgjafans
Síðastliðin fimmtudaginn 29. september opnaði forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson glæsilega vefsíðu Gestgjafans við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni.
Heimasíða Gestgjafans er frábær viðbót við blómlegt starf eins vinsælasta tímarits landins, Gestgjafann. Mikill undirbúningur og metnaður er lagður í vefinn, enda stenst hann fullkomlega samanburð við það besta í þessum efnum. Nýtt efni bætist við daglega.
Nanna Rögnvaldardóttir ritstýrir vefnum en ekkert varðandi mat er henni óviðkomandi. Hún sér um matarspjall, svarar fyrirspurnum og gefur góð ráð.
Enska svæðið er frábært fyrir erlenda vini og vandamenn. Þar eru uppskriftir að íslenskum mat sem allir þekkja, auk greina og fróðleiksmola. Á heimasíunni er matarorðabók á 9 tungumálum, auk íslensku.
Líflegur og skemmtilegur spjallþráður sem ætti gleðja allt áhugafólk um mat. Þar er hægt að skiptast á hugmyndum og uppskriftum og ræða um allt sem tengist mat og matargerð.
Meira en 4000 spennandi uppskriftir eru á heimasíðunni. Þær má m.a. finna eftir hráefni, upprunalandi, eldunaraðferð eða með því að útiloka hráefni. Hvaða leið sem er valin, útkoman er alltaf girnileg.
Matreiðslubók og greinasafn getur hver og einn útbúið að sínum óskum. Á sérstöku svæði getur hver og einn safnað sínum uppáhaldsuppskriftum og fróðleiksmolum og greinum sem ávallt má ganga að vísum.
Allir geta skoðað www.gestgjafinn.is en áskrifendur Gestgjafans hafa fullan aðgang að vefnum.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana