Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Þetta er besta Böfsandwich (hamborgari) Danmerkur 2014

Birting:

þann

Böfsandwich - Havnens Perle

Böfsandwich - Havnens Perle

Peter eigandi Havnens Perle

Það er staðurinn Havnens Perle í Árósum, sem að vann þetta árið, en eigandi er Peter Lerdrup og var hann mjög glaður að vinna titilinn aftur til Árósa, en hann vann einnig árið 2012. Árið 2013 fór sigurinn til veitingastaðarins Vestre Baadelaug í Álaborgar.

Allt er lagað frá grunni og segir Peter að það og að varan er alltaf eins löguð, skili sér í mikilli sölu og árið 2013 seldu þeir 50.000 stk og notuðu 150 lítra af brúnni sósu í hverri viku.

Innihald er eftirfarandi:
Það er náttúrulega buff af nautakjöti, hamborgarabrauð, steiktur laukur, hrár laukur, blautsteiktur laukur, agúrkusalat, rauðrófur, sinnep, tómatsósa, remúlaði og þykk brún sósa.

Böfsandwich - Havnens Perle

150 lítra af brúnni sósu er notuð í hverri viku

Havnens Perle var stofnað árið 1962 og þeir hafa verið valdnir besti pylsuvagn Árósa 2007, 2008, og 2009. Þess skal getið að skammturinn kostar 59 krónur danskar.

Með því að smella hér er hægt að horfa á þegar Peter lagar herlegheitin.

 

Myndir: skjáskot úr tv2.dk myndbandi.

/Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið