Sverrir Halldórsson
Þetta er besta Böfsandwich (hamborgari) Danmerkur 2014
Það er staðurinn Havnens Perle í Árósum, sem að vann þetta árið, en eigandi er Peter Lerdrup og var hann mjög glaður að vinna titilinn aftur til Árósa, en hann vann einnig árið 2012. Árið 2013 fór sigurinn til veitingastaðarins Vestre Baadelaug í Álaborgar.
Allt er lagað frá grunni og segir Peter að það og að varan er alltaf eins löguð, skili sér í mikilli sölu og árið 2013 seldu þeir 50.000 stk og notuðu 150 lítra af brúnni sósu í hverri viku.
Innihald er eftirfarandi:
Það er náttúrulega buff af nautakjöti, hamborgarabrauð, steiktur laukur, hrár laukur, blautsteiktur laukur, agúrkusalat, rauðrófur, sinnep, tómatsósa, remúlaði og þykk brún sósa.
Havnens Perle var stofnað árið 1962 og þeir hafa verið valdnir besti pylsuvagn Árósa 2007, 2008, og 2009. Þess skal getið að skammturinn kostar 59 krónur danskar.
Með því að smella hér er hægt að horfa á þegar Peter lagar herlegheitin.
Myndir: skjáskot úr tv2.dk myndbandi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast