Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Úrslit úr nemakeppni Kornax 2015

Birting:

þann

Nemakeppni Kornax 2015

F.v. Birgir Þór Sigurðsson (1. sæti), Íris Björk Óskarsdóttir (2. sæti), Anna María Guðmundsdóttir (3. sæti) og Gunnlaugur Ingason

Keppt var til úrslita í Nemakeppni Kornax í bakstri dagana 5.–6. mars í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi en forkeppni var haldin 26.–27. febrúar.

Sjö nemar tóku þátt í forkeppninni en fjögur kepptu til úrslita, þau Anna María Guðmundsdóttir, Mosfellsbakaríi, Birgir Þór Sigurjónsson, Passion, Gunnlaugur Ingason, Kökulist og Íris Björk Óskarsdóttir, Sveinsbakaríi.

Dómarar í úrslitakeppninni voru Daníel Kjartan Ármannsson, yfirdómari, Helgi Freyr Helgason og Hrafnhildur A. K. Sigurðardóttir. Dómarar voru sammála um að keppnin hafi aldrei verið glæsilegri og að mjótt hafi verið á munum, að því er fram kemur í nýjasta fréttabréfi Labak.

Úrslit urðu þau að Birgir Þór Sigurðsson varð í fyrsta sæti, Íris Björk Óskarsdóttir í öðru sæti og Anna María Guðmundsdóttir í því þriðja. Öllum keppendum er óskað innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

 

Mynd: labak.is

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið