Vertu memm

Ágúst Valves Jóhannesson

Hussein Mustapha – Vox – Veitingarýni – F&F

Birting:

þann

Hussein Mustapha - Vox – Food & Fun 2015

Gestakokkur Vox ásamt samstarfsmönnum

Gestakokkur Vox á Food and Fun þetta árið er Hussein Mustapha en hann er yfirmatreiðslumeistari konsept veitingahússins Mielcke & Hurtigkarl í Kaupmannahöfn sem staðsett er í lystigarði Konunglega garðyrkjufélagsins á Fredriksberg.

Á Mielcke & Hurtigkarl eru gerðar forvitnilegar og spennandi tilraunir með nýstárlega matargerð þar sem matur, hönnun, innréttingar og listaverk margra af færustu nútímalistamönnum Dana skapa stórkostlega heildarupplifun fyrir öll skynfærin.

Á Vox er alltaf skemmtilegt að setjast niður, stór salur með opnu eldhúsi þannig að það er hægt að sjá allt sem fer fram á línunni. Þar starfa miklir fagmenn og maður býst alltaf við því besta þegar maður stígur þar inn.

Hussein Mustapha - Vox – Food & Fun 2015

Fyrsti lystauki
Ostrur – kál og krem

Þessi réttur var framsettur í bamboo gufuboxi. Á efri hæð boxins var vafið kál með dressingu, óvænt og skemmtilegt. Á neðri hæðinni voru svo ostrurnar með eplakúlum sem voru mjög ljúffengar.

Hussein Mustapha - Vox – Food & Fun 2015

Annar lystauki
Takoyaki – smokkfiskur og bonito

Smokkfiskur í bollu, bragðgott og það er alltaf gaman að fá bonito enda virðist það alltaf vera sprelllifandi.

Hussein Mustapha - Vox – Food & Fun 2015

Forréttur
Hörpuskel – mysa, rækja og þang

Hörpuskelin var í tartar með rækju, þangi og mysukrapi. Mjög kaldur réttur.

Hussein Mustapha - Vox – Food & Fun 2015

Milliréttur
Skötuselur-ponzu, shiso og gerjuð seljurót

Skötuselurinn var vel eldaður, óvænt frekar volgur, hefði mátt vera brennheitur, súrt ponzu soð og stökk svínseyru gerðu mikið fyrir skötuselinn. Vel heppnaður réttur.

Hussein Mustapha - Vox – Food & Fun 2015

Aðalréttur
Dúfa-sólber, pak choi og bjarnalaukur

Klárlega síðsti réttur á matseðlinum.

Hussein Mustapha - Vox – Food & Fun 2015

Eftirréttur
Möndlur-tonka marengs, lychee og hvítt súkkulaði

Spot on eftirréttur. Ferskur og kaldur í senn. Algjört nammi, hreinsaði diskinn.

Hjartans þakkir til Hussein Mustapha og starfsfólk eldhússins. Þjónustan var frábær hjá Hróðmari sem sá um okkur, mjög fagleg og skemmtileg á sama tíma.

 

/Ágúst

twitter og instagram icon

 

Ágúst Valves Jóhannesson lærði til matreiðslu á Hótel Holti og útskrifaðist 2011. Hægt er að hafa samband við Ágúst á netfangið: [email protected] ... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið