Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mmmm… girnilegir þessir nýju réttir á Café Paris
Nú á dögunum bættust við nýir réttir á Café Paris matseðilinn og það verður nú að segjast að þeir eru girnilegir, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:

Andasalat: (var á seðli og er enn, bara svo hrikalega girnilegt að við verðum að leyfa ykkur að sjá réttinn)
Hæg eldað andalæri, geitaostur, brenndar fíkjur, ferskt salat, rauðrófa, cantalope, ristuð graskerfræ, sýrður rauðlaukur, romaine salat og appelsínufíkjugljái.

Lamb:
Lambahryggvöðvi, með graskersmauki, karamelluseraðu grænmeti, kryddjurta kartöflum og madeira soðsósu.

Grísasamloka
BBQ grísasamloka (hægeldaður grís) í foccacia brauði með agúrku, tómati, salati og chili majonesi, borin fram með frönskum kartöflum.

Cafe Paris salat:
Karamelluhúðaður geita ostur, parmaskinka, salatblanda, valhnetur, tómat, rauðlaukur, eplateningar og sinnepssósa.

Belgísk Vaffla:
Belgísk vaffla með jarðaberjum, karmellusósu og þeyttum rjóma.
og fæst einnig með:
Belgísk vaffla með súkkulaði marquise, bananabitum og þeyttum rjóma.
Ég stefni svo að því eftir áramót að hafa sérstakan hádegisseðil, þar sem verða breytilegir góðir og ferskir fisk-, og kjötréttir.
, sagði Gylfi Ásbjörnsson, rekstrarstjóri og yfirmatreiðslumaður Cafe París í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort aðrar breytingar verða á næstunni.
Myndir: af facebook síðu Café Paris.
![]()
Eru nýir réttir á þínum seðli? Sendu okkur línu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir











