Keppni
Íslenska kokkalandsliðið fékk höfðinglegar móttökur
Við heimkomuna fékk Kokkalandsliðið skemmtilegar móttökur á Keflavíkurflugvelli þegar starfsmenn flugvallaþjónustunnar sprautuðu heiðursboga yfir flugvél Icelandair sem flutti liðið heim. Síðan biðu blóm og kampavín í Leifstöð.

Gunnhildur Vilbergsdóttir, deildarstjóri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, afhenti, Þráni Vigfússyni fyrirliða liðsins, blómvönd við komuna til landsins.

María Shramko, einn liðsmanna kokkalandsliðsins, vann þrenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun í einstaklingskeppni í sykurstyttum. Hér má sjá afraksturinn, Sykur – Trölli sem stal jólunum.
Klúbbur matreiðslumeistara skipulagði glæsilega móttöku við heimkomu Kokkalandsliðsins. Bakhjarlar, samstarfsaðilar, ættingjar og aðrir velunnarar liðsins fögnuðu frábærum árangri liðsins. Einstakar sykurstyttur Maríu Shramko sem hún fékk gull fyrir komu með heim.
Myndir frá Keflavíkurflugvelli: Isavia
Aðrar myndir: af facebook síðu Íslenska Kokkalandsliðsins.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni5 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun