Keppni
Íslenska kokkalandsliðið fékk höfðinglegar móttökur
Við heimkomuna fékk Kokkalandsliðið skemmtilegar móttökur á Keflavíkurflugvelli þegar starfsmenn flugvallaþjónustunnar sprautuðu heiðursboga yfir flugvél Icelandair sem flutti liðið heim. Síðan biðu blóm og kampavín í Leifstöð.

Gunnhildur Vilbergsdóttir, deildarstjóri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, afhenti, Þráni Vigfússyni fyrirliða liðsins, blómvönd við komuna til landsins.

María Shramko, einn liðsmanna kokkalandsliðsins, vann þrenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun í einstaklingskeppni í sykurstyttum. Hér má sjá afraksturinn, Sykur – Trölli sem stal jólunum.
Klúbbur matreiðslumeistara skipulagði glæsilega móttöku við heimkomu Kokkalandsliðsins. Bakhjarlar, samstarfsaðilar, ættingjar og aðrir velunnarar liðsins fögnuðu frábærum árangri liðsins. Einstakar sykurstyttur Maríu Shramko sem hún fékk gull fyrir komu með heim.
Myndir frá Keflavíkurflugvelli: Isavia
Aðrar myndir: af facebook síðu Íslenska Kokkalandsliðsins.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





















