Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Krua Thai í stað Fatabúðarinnar á Skólavörðustíg
Sonja Lampa, eigandi veitingastaðarins Krua Thai, hefur fest kaup á Skólavörðustíg 21. Þar hyggst hún opna Krua Thai á jarðhæðinni auk þess sem íbúðum á efri hæðum hússins verður mögulega breytt í gistiheimili.
Stefnt er að opnun Krua Thai næsta sumar og mun veitingastaðurinn teygja anga sína yfir jarðhæðina þar sem í dag er hönnunarverslunin Insula og Fatabúðin, sem verið hefur á staðnum frá árinu 1947. Þá er veitingastaðurinn Noodle Station einnig í húsinu en Sonja segir að leigusamningur þeirra renni út í ágúst 2015 og verður hann ekki endurnýjaður, að því er fram kemur á mbl.is.
Hún segir að um átta íbúðir séu á efri hæðum hússins og eru þær allar komnar í útleigu til einstaklinga en leigusamningarnir gilda til næsta sumars. Eftir þann tíma segir hún að íbúðunum verði mögulega breytt í einhvers konar gistiheimili.
Á mbl.is kemur fram að Sonja festi kaup á húsnæðinu í lok októbermánaðar. Fyrir á hún Krua Thai á Tryggvagötu í Reykjavík og Bæjarlind í Kópavogi.
Mynd: skjáskot af google korti
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný