Veitingarýni
Siglufjörður | Seinni kafli | Veitingarýni: Kaffi Rauðka, Hótel Varmahlíð
Vöknuðum sprækir um morguninn og slökuðum bara á því hótelstjórinn hafði samið við okkur að sleppa morgunmatnum þar sem allir aðrir ætluðu að sofa fram yfir hádegi og var það í lagi frá okkar hendi og reyndist heillvænleg ákvörðun en það kemur í ljós.
Undir hádegi vorum við mættir niður á Kaffi Rauðku en þar ætluðum við að smakka á síldarhlaðborðinu sem var í boði á síldardögunum þessa helgi.
Í boði var: Síldarsalat Hannes Boy, karrýsíld, rússnensk síld, hvítlaukssíld, sinnepssíld, marineruð síld, krydd síld, plokkfiskur, harðsoðin egg, soðnar kartöflur, heimagert rúgbrauð og smjör
Þetta voru allt mjög góðar útfærslur, ekki of sykraðar eins og oft er, rúgbrauðið alveg svakalega gott og plokkarinn hreinn draumur.
Í eftirrétt fengum við okkur Belgíska vöfflu með vanilluís og rjóma. Allt mjög gott utan þess að ísinn var bragðlaus og óspennandi.
Sátum við rólegir og fylgdumst með mannhafinu sem var á Hannes Boy, Kaffi Rauðku og svo fyrir utan staðina þar sem var mikið af borðum og stólum, í sundinu á milli staðanna voru Heimir og félagar að grilla hamborgara og pylsur eins og enginn yrði morgundagurinn.
Að borði okkar kom maður einn og sá ég strax hver hann var, en þar var á ferð eigandinn sjálfur Róbert Guðfinnsson og spjallaði hann smástund við okkur. Tókum við eftir að hann labbaði um og tók fólk tali og ef þurfti að hreinsa borð, þá taldi hann það ekki eftir sér og ber ég virðingu fyrir veitingamönnum sem sýna fordæmi fyrir allra augum.
Svo ætluðum við að fylgjast með síldarréttarkeppninni, en þá breyttist í einn svipan þegar við vorum beðnir að sjá um að dæma í keppninni og má lesa um það í öðrum pistli hér.
Að lokinni dómgæslu þá fór Sigurvin með Heimi að skoða vinnslueldhúsið sem þeir hafa, en ég sat og spjallaði við fólkið, vindur sér að mér kona og spyr, hver er þessi gráhærði maður sem er með þér, ég kannast svo við svipinn, er hann mikið í sjónvarpinu eða blöðum, er hann rithöfundur, þarna varð ég að taka á honum stóra mínum, því ég var að springa úr hlátri en náði að svara konunni að hann væri ekki rithöfundur.
Svo kom að því að við yfirgáfum Siglufjörð og héldum suður, renndum í gegnum Krókinn og stoppuðum í Varmahlíð, en þar á hótelinu ætluðum við að snæða kvöldverð.
Er inn var komið, tók á móti okkur glaðvær stúlka og vísaði okkur til sætis, voru okkur færðir matseðlar og drykkjarföng, völdum við að leyfa matargerðarmanni staðarins að sýna á sér sínar bestu hliðar.
Áður en lengra er haldið þá er drengurinn á 19. ári, búinn með sex mánuði í námi en stýrir eldhúsinu á hótelinu, hann heitir Hinrik Lárusson og er eiginlega alinn upp í eldhúsi, þar sem móðir hans var hótelstjóri til margra ára og nú ætlaði hann að sýna okkur gömlu mönnunum hvar Davíð keypti ölið.
Gaf góð fyrirheit.
Þetta var svolítið öðruvísi súpa, en bragðið maður lifandi, við sátum og horfðum á hvorn annan gersamlega orðlausir.
Ef fyrsti rétturinn kom manni á óvart, þá sló þessi honum við svo um munaði, við sögðum hvernig getur strákur á 19. ári gert svona glæsilegan rétt.
Enn og aftur kom hann okkur í opna skjöldu, þvílík samsetning á bragði og litum.
Nú vorum við komnir í vandræði, því lýsingarorðin í íslensku tungumáli voru að klárast, en hann sendi inn hvern draumaréttinn á eftir öðrum, Vá.
Kannski ekki fallegasti eftirrétturinn en bragðið ógleymalegt.
Flott eldun á rabarbaranum, vanillukremið gott og sæta í marengsinum allt rann þetta ljúflega niðu og góður endir á kvöldverði sem maður hélt að væri bara til í hugarheimi manns.
Það var fullbókað þetta kvöld, samt hafði hann tima til að koma inn og kynna hvern rétt og ekki örlaði á stressi hjá honum og finnst mér þetta vera alveg einstakt. Við Venni byrjuðum báðir að læra 18 ára og við hefðum svo sannarlega hafa búið yfir þessari þekkingu og yfirvegun á þeim tímapunkti.
En saga er ekki öll sögð, þjónustan þarna er alveg sérkapituli útaf fyrir sig. Ég hef aldrei séð flottari þjónustu í sal og það af ungum ólærðum stúlkum, sem að voru eins og færustu fagmenn. Sá sem að kom og veitti þeim tilsögn í framreiðslu, sú manneskja ætti að taka að sér að kenna fólki, því ég efast að minn gamli læristaður geti skákað þessu í dag, þó svo að þar séu fagmenn í hverju horni.
Við þökkuðum fyrir okkur með trega, því við vildum helst vera lengur en suður þurftum við að komast þetta kvöld.
Fleira tengt efni:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux