Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Samið við Benedikt og Edinborgarbræður um Félagsheimili Bolungarvíkur

Birting:

þann

Félagsheimili Bolungarvíkur

Félagsheimili Bolungarvíkur

Nýju logoin hjá Edinborgarbræðrum

Nýju logoin hjá Edinborgarbræðrum

Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti á fundi í lok september að ganga til samninga við Benedikt Sigurðsson í samstarfi við Guðmund og Sigurð Helgasyni um stöðu forstöðumanns og veitingaaðila Félagsheimilis Bolungarvíkur.

Guðmundur og Sigurður reka einnig veitingastaðinn Edinborg á Ísafirði og hótelið á Núpi í Dýrafirði.

Fimm umsóknir bárust um starf forstöðumanns og/eða veitingaaðila Félagsheimilis Bolungarvíkur:

  • Benedikt Sigurðsson
  • Fjölnir Már Baldursson
  • Guðmundur Helgason og Sigurður Helgason
  • Haukur Vagnsson og Wioleta Szuba
  • Ingólfur Hallgrímsson og Sigurbjörg Hallgrímsdóttir

Ýmis skilyrði þurfti að uppfylla, en mikil áhersla er lögð á að hafa fjölbreytta starfsemi í húsið í formi viðburða.  Félagsheimili Bolungarvíkur var opnað eftir gagngerar endurbætur í apríl 2011 auk þess sem byggt var við húsið.  Í húsinu er tryggt aðgengi fyrir alla.  Húsið er fjölnota hús sem hentar jafnt fyrir tónleikahald, leiksýningar,  ráðstefnur og fundi.  Þá henta salirnir í húsinu og útisvæðið sunnan við húsið vel fyrir hverskyns veisluhöld, árshátíðir og ættarmót.

Þá er til staðar í húsinu fullkomið eldhús og barir ásamt tilheyrandi borðbúnaði til veitingaþjónustu.

 

Mynd: bolungarvik.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið