Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sælkeradreifing gerir samning við Kokkalandsliðið
Sælkeradreifing gerði styrktarsamning við Landslið matreiðslumanna í dag og gildir samningurinn í fjögur ár.
Freisting.is hafði samband við framkvæmdarstjóra Sælkeradreifingu, hann Kristinn Vagnsson og spurði hvernig það stóð til að Sælkeradreifing styrkti landsliðið og hann svaraði með bros á vör:
„Það er einfalt, þeir í Landsliðinu eru ánægðir með vörur og þjónustustig Sælkeradreifingar og hafa í gegnum tíðina verslað mikið við okkur og vildum við sýna fram á þakklæti til Íslenska Landsliðsins og styrkja strákana okkar, enda einvalalið þar á ferð, svaraði Kristinn, og bætir við, Sælkeradreifing hefur sýnt stærstan vöxt í þessum vörum sem þeir nota daglega“.
Þeir sem fylgst hafa með landsliðinu á undanförnum árum vita af hversu miklum dugnaði og elju hefur verið unnið á þeim bæ og er því að þakka meðlimum landsliðsins og metnaðarfulla starfi sem Klúbbur matreiðslumanna hefur unnið.
Landslið matreiðslumanna er í umsjón Klúbb Matreiðslumeistara.
Undirbúningur fyrir heimsmeistarkeppni í Luxemborg í lok Nóvember 2006 standa nú yfir hjá Landsliðinu og er þar af leiðandi góður stuðningur sem Landsliðið fær frá Sælkeradreifingu, þar sem Sælkeradreifing hefur uppá margar afburða að vörur bjóða. Æfingar hjá landsliðinu fara fram í Hótel og matvælaskólanum.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






