Smári Valtýr Sæbjörnsson
Icelandair Hótel Hérað óskar eftir matreiðslumanni
Matreiðslumenn hótelsins eru Guðjón Rúnar Þorgrímsson og Davíð Þór Kristjánsson. Guðjón hefur starfað hjá okkur í fjögur ár og Davíð í tvö ár en saman eru þeir búnir að gera frábæra hluti á austurlandinu og tileinkað sér hráefni úr heimabyggð. Guðjón hefur setið í stjórn Austfirskra krása í þrjú ár en mikill kraftur er í þeim samtökum.
Á hótel Héraði er 100 manna veitingastaður sem fékk glæsilega andislyftingu á síðasta ári, einnig 100 manna ráðstefnu og viðburða salur. Mest er að gera á sumrin en ráðstefnur, árshátíðir, viðskiptatraffík og heimamenn einkenna veturna. Við erum á hreindýra, gæsa, rjúpna, sveppa og bláberja slóðum og nýtum það að krafti. Hreindýrasteikin er stolt hússins og hreindýrahamborgararnir unaðslegir. Ekki er langt í nýjan fisk af fjörðunum svo hráefnisflóran er spennandi. Hér er hægt að skoða matseðilinn.
Hér má sjá myndband um Icelandair hótel Hérað:
Erum með nýjan viðargrill ofn sem skilar steikunum sérlega safaríkum. Eldhúsið er rúmgott og vinnuvænt. Brönsinn á sunnudögum á veturna er vinsæll hjá heimafólkinu sem og happy hour og barbitarnir á barnum á kvöldin.
En því miður er hann Davíð að fara að kveðja okkur og fara til annara starfa og okkur vantar að ráða áhugasaman, metnaðarfullan matreiðslumann til að vera í teyminu okkar og taka þátt í enn meiri uppbyggingu á austurlandi.
Sendu ferilskrá á sv@icehotels eða hringdu í síma 8400-149 Stefán Viðarsson eða 4711500 Auði Önnu fyrir nánari upplýsingar.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur