Sverrir Halldórsson
Norðurfjörður – 2. kafli | Kaffi Norðurfjörður og Hótel Djúpavík | Veitingarýni
Vöknuðum um níu leitið, vel úthvíldir í prýðilegum rúmum, smelltum okkur yfir planið um tíu leitið á Kaffi Norðurfjörð í ristað brauð með osti, skinku, marmelaði og portúgölsku fíkjuhunangi og var það einfalt og alveg frábært.
Svo lögðum við af stað og var ferðinni heitið yfir í Ingólfsfjörð en í gamla daga var þar mjög stór síldarverksmiðja og var mjög gaman að skoða það og útsýnið alveg magnað og kyrrðin. Svenni var lengi í sveit í Ingólfsfirði að bænum Eyri og sagði hann okkur að banka þar uppá og fá að sjá hvernig húsnæði leit út fyrir um 70 árum. Váv hvað það var skemmtilegt, meira segja eldavélin var kolavél, sátum við um stund með ábúendum og spjölluðum um tímann á síðustu öld frá á þessa öld, kvöddum við fólkið að lokum og héldum til baka til Norðurfjarðar til að snæða hádegisverð.
Kaffi Norðurfjörður
Fyrst fengum við volgt brauð sem bakað hafði verið um morguninn með tómat pesto og smakkaðist það fantavel.
Svo kom köld Mexíkósúpa, bara þrælgóð.
Svo komu Lambakótilettur í raspi með kartöflum, salati og rabbabarasultu. Klassískur réttur og góður, en ég hefði þegið smá brúnað smjör út á.
Í lokin kom lítill skammtur af súkkulaðiköku með þeyttum rjóma og hindberjasósu og lokaði hún máltíðinni með glæsibrag.
Eftir matinn fórum við út í herbergi og lögðum okkur í tæpa tvo tíma og slökuðum við vel á.
Hótel Djúpavík
Um fjögur leitið lögðum við af stað, en við ætluðum að borða kvöldverð á Hótel Djúpavík í Djúpavík. Keyrðum við fram hjá Árnesi en þar eru kirkjur báðu megin við veginn af því að söfnuðurinn klofnaði, svo rúlluðu við fram hjá Gjögri og inn Reykjafjörðinn að Djúpuvík, við vorum þar rúmlega sex og skoðuðu við okkur um. Hálf sjö mættum við inn á hótelið og sneri kona sér við og sagði:
hvað er hægt að gera fyrir ykkur
, í hranalegum tón og rann kallt vatn milli skinns og hörunds á mér við tóninn, svaraði ég því til að við ættum pantað borð klukkan 7 og var svarið:
þið getið sest þarna við opnum klukkan sjö
, settumst við eitt borðið og horfðum á staffið borða á 3 borðum og milli þess sem tuggið var gall við opnum klukkan sjö, engan matseðil fengum við eða eitthvað að drekka. Klukkan sjö var opnað og þá var komið með matseðillinn og drykkjarpantanir teknar, en við pöntuðum okkur eftirfarandi:
Súpa dagsins sem var Sveppasúpa þann daginn. Hún var svona lala, hún fær engar stjörnur.
Gúllassúpa með heimabökuðu brauði. Lapþunn, bragðlítil og það lá við að maður þyrfti veiðistöng við að finna kjötbita í henni.
Pönnusteiktur Þorskur með hrísgrjónum og salati. Hann var alveg þokkalegur.
Skyr með bláberjum og rjómablandi. Einn besti skyr eftirréttur sem ég hef smakkað.
Jarðaberjaskyr eftirréttur. Þarna sá maður smávinnu í réttinum, bragðgott.
Þjónustan var gjörsamlega sneydd öllu sem heitir þjónustulund og var ef eitthvað íþyngjandi að vera þarna inni og var ég fegnastur þeirri stundu þegar við yfirgáfum staðinn, synd því hótelið er falleg bygging og skemmtilega innréttuð, en það er engin samkeppni og því er sem er. Rúlluðum við tilbaka á Norðurfjörð og beint í koju, þar sem hugurinn fór á flug með upplifun kvöldsins allt þar til maður hvarf inn í heim Disney, þar sem önnur máltíð beið manns.
Fleira tengt efni:
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum