Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður í Reykjanesbæ | Áformað að opna 9 veitingastaði um land allt

Birting:

þann

Grímur Grallari á Fitjum

Grímur Grallari er nýr veitingastaður sem nú er í framkvæmdum í Reykjanesbæ sem staðsettur verður á Fitjum í Njarðvík.  Áætlað var að opna 1. maí s.l. samkvæmt facebook síðu þeirra, en vegna seinkun á afhendingu á vörum frá birgjum og einnig uppsetningar á tækjum ofl. þá var ákveðið að fresta opnuninni.

Grímur Grallari opnar í Njarðvík til að byrja með.  Allt á fullu að koma þessum stað í gang.

, segir í tilkynningu 23. maí s.l. á facebook síðu Grími Grallara.

Grímur Grallari er staðsettur við hliðina á Orkunni á Fitjum

Grímur Grallari er staðsettur við hliðina á Orkunni á Fitjum

Boðið verður upp á BBQ rétti, grísasamloku, kjúkling, svínarif, pylsur, paníni, Fiskur og franskar svo fá eitt sé nefnt.

Framkvæmdastjórar eru Grímur Valsson og Sverrir Júlíusson.  Opnunartíminn er sunnud. til fimmt. frá kl. 11:00 til 23:00 og föst-, og laugardag verður opið frá kl. 11:00 til 03:00. Boðið er upp á heimsendingar alla daga.

Áformað er að opna 9 veitingastaði um land allt, að því er fram kemur á facebook síðu Grími Grallara og átti að opna einn veitingastað á Akranesi 15. maí s.l., en eins og áður segir þá opnar Grímur Grallari í Njarðvík í Reykjanesbæ til að byrja með.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið