Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Ástand vínmála ekki gott á veitingahúsum

Birting:

þann

Sjússamælir

Neytendastofa gerði víðtæka könnun á ástandi vínmála annað árið í röð.  Vínmál eiga að vera löggild eins og sjússamælar og vínskammtarar eða sérmerkt glös. Farið var á 91 vínveitingastað og kom í ljós að almennt voru notuð rúmmálsmerkt vínmál við sölu á sterku áfengi en töluvert vantaði upp á að viðkomandi búnaður væri löggiltur. Af þeim veitingastöðum sem kannaðir voru reyndist enginn í lagi.

Bjórglös voru í flestum tilvikum með rúmmálsmerki. Léttvínsglös voru ekki merkt en eitthvað var um að þess í stað væru notuð mælikör (karafla/samanburðarmál) eða litlar flöskur, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.

Árið 2013 voru löggilt 63 veltivínmál. Neytendastofa mun áfram vinna að því að söluaðilar áfengis noti mælibúnað sem uppfyllir lög og reglur. Þetta verður gert í samráði við hagsmunaaðila og eins með heimsóknum á sölustaði þar sem vínmál verða skoðuð.

 

Mynd: úr safni

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið