Sverrir Halldórsson
Ástand vínmála ekki gott á veitingahúsum
Neytendastofa gerði víðtæka könnun á ástandi vínmála annað árið í röð. Vínmál eiga að vera löggild eins og sjússamælar og vínskammtarar eða sérmerkt glös. Farið var á 91 vínveitingastað og kom í ljós að almennt voru notuð rúmmálsmerkt vínmál við sölu á sterku áfengi en töluvert vantaði upp á að viðkomandi búnaður væri löggiltur. Af þeim veitingastöðum sem kannaðir voru reyndist enginn í lagi.
Bjórglös voru í flestum tilvikum með rúmmálsmerki. Léttvínsglös voru ekki merkt en eitthvað var um að þess í stað væru notuð mælikör (karafla/samanburðarmál) eða litlar flöskur, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.
Árið 2013 voru löggilt 63 veltivínmál. Neytendastofa mun áfram vinna að því að söluaðilar áfengis noti mælibúnað sem uppfyllir lög og reglur. Þetta verður gert í samráði við hagsmunaaðila og eins með heimsóknum á sölustaði þar sem vínmál verða skoðuð.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður