Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fljótandi hótel og veitingahús í Hafnarfjarðarhöfn
Skipið sem sótt hefur verið um leyfi fyrir í Hafnarfjarðarhöfn og hýsir bæði hótel og veitingahús er gríðarlegt að stærð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fréttablaðið greinir frá þessum fyrirætlunum í dag.
Forsvarsmenn Veitingalistar, sem standa að verkefninu, segist vera að láta breyta skipinu enn frekar en gert var við endurnýjun árið 2011.
Meðal annars verður skipt um teppi, rúm og náttborð ásamt því sem Led-lýsingu verður komið fyrir um borð. Þetta eigi að breyta skipinu úr tveggja stjörnu í þriggja stjörnu aðstöðu.
Gólfflötur undir þaki skipsins er alls um 1.000 metrar.
Svona skip kallast River Cruise og eru ekki skip sem smíðuð eru til að sigla um úthöfin heldur er gert ráð fyrir að þau liggi við höfn.
Í Fréttablaðinu í dag segir Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar að bærinn sé að skoða málið með jákvæðum huga.
Greint frá í Fréttablaðinu.
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt5 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Veitingarýni7 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro