Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fékk sér Búlluborgara 163 skóladaga í röð! | Viðtal
Ég gerði mér ferð í Chelsea hverfið til að heimsækja Búllufólk á nýjasta staðinn sem opnaði fyrir skemmstu. Klukkustundarferð var svo sannarlega þess virði og ánægjulegt að sjá hversu annasamt var hjá þeim. Klukkan var hálf tvö eftir hádegi, setið á öllum borðum og biðröð við afgreiðsluna.
Ég er alveg að losna
, kallaði Siggi kokkur, vel skeggjaður og tattúveraður með derhúfu og allt starfsfólk á þönum með bros á vör. Staðurinn ber öll merki Hamborgarabúllunnar en þessi er aðeins íburðarmeiri. Enda í Chelsea.
Ég gæði mér á borgara á meðan ég bíð og finn strax að þarna eru mun meiri gæði í kjöti en maður á að venjast á Íslandi. Virkilega bragðmikið kjöt, ekki pressað og borgarinn passar einhvern veginn. Ekki of mikið af sósu þannig að hún velli út um allt. Grænmetið mátulegt og ferskt og brauðið var bæði mjúkt og gott. Franskar kartöflur stökkar. Hefði verið til í meira, ekki vegna stærðar heldur bragðs.
Siggi býður mér niður á neðri hæð þar sem aðstaða er fyrir fundastarfsemi og 10 manna hópur er að klára sig af.
Við setjumst niður og Róbert Magnússon, eigandi rekur inn nefið um leið.
Hvenær kom hugmyndin að opna útibú í London?
Hugmyndin kom fyrst uppá borðið síðla árs 2011
Hver fékk hana?
Hún kviknaði þegar Valli (Valgarð Sörensen) og Robbi (Róbert Magnússon) voru að spjalla saman og velta upp hugmyndum um að fara í einhvern bissness saman. Einhvern veginn kom þetta uppá borðið og þá var farið í að hafa samband við Tomma og handsala franchise samning og síðan var bara hafist handa. Skömmu seinna var haft samband við mig og ég ákvað að slá til og í maí 2012 flutti ég hingað.
Hverjar voru helstu hindranir þegar þið byrjuðuð hér?
Rekstrarumhverfið er að sjálfsögðu allt annað hér heldur en á Íslandi. Sumt er auðveldara viðureignar á meðan annað er flóknara og þyngra í vöfum. Það hjálpaði hins vegar að Robbi er búinn að búa hér í tæp tíu ár og þekkir því ágætlega inná borgina. En við fundum mikið fyrir því hvað allt er stærra í sniðum og fjölbreyttara heldur en við eigum að venjast. Mun fleiri dreifingaraðilar eru um hituna þannig að við þurftum að leggjast í þónokkra rannsóknarvinnu, td. með aðföng og þess háttar.
Fyrsti staðurinn, hvernig gekk hann?
Fyrsti staðurinn var í lítilli hliðargötu ofan við Oxford Street. Þar var áður kaffihús sem hafðí verið þar í 40 ár. Í rauninni renndum við algerlega blint í sjóinn þegar við opnuðum, en fólkið í hverfinu tók okkur mjög vel strax og eigum við enn í dag marga góða fastakúnna síðan á Marylebone Lane. Við vorum líka mjög heppnir með tímasetningu þar sem hálfgert burger æði var að grípa um sig í London og fengum við því margar góðar umfjallanir frá bloggurum og gagnrýnendum. M.a kom einn þekktasti matargagnrýnandi London Fay Maschler,frá The Evening Standard og gaf okkur fimm stjörnur fyrir borgarann, sem hjálpaði okkur mikið og gaf okkur mikla athygli.
Þið fenguð góðar umsagnir. Af hverju þurftuð þið að loka honum?
Húsnæðið sem við fengum fyrir fyrsta staðinn var einungis tímabundið. Það er þessa stundina verið að rífa það niður og endurbyggja, en einmitt vegna þess var hagstæð leiga þar sem um tímabundið pop-up var í rauninni um að ræða. Hugmyndin var að sjá hvernig London búar tækju í búllukonseptið og hvort við ættum eitthvað erindi í þetta. Það gekk svo vel að leigusalinn, sem er eitt elsta og stærsta estate í London úthlutuðu okkur frábæru horni við endann á Marylebone High Street sem er mjög eftirsóknarvert hverfi og rétt steinsnar frá gömlu búllunni. Við opnuðum þar 6. ágúst síðastliðinn og það er búið að vera mjög gott að gera frá fyrsta degi.
Borgarabisness hér er mjög harður. Mjög margir góðir hamborgarastaðir. Hvernig finnst ykkur þið standa í þeirri samkeppni?
Við teljum okkur standa mjög vel. Konseptið okkar er frekar júník, þannig við sameinum í raun gæði veitingastaðar en með hraðari afgreiðslu og sanngjörnu verðlagi. Einnig tala viðskiptavinir okkar mjög gjarnan um vinalegt og skemmtilegt groove og höfum við þvi eignast marga fastakúnna sem koma jafnel 2-3 í viku eða oftar.
Nýi staðurinn. Hvernig fer hann af stað?
Við erum nýbúnir að opna annan staðinn okkar í Chelsea, á Kings Road. Hann fer prýðilega stað og sjáum við aukningu í hverri viku. Einn drengur kom 163 skóladaga í röð. Hann er með 50% afslátt núna
, sagði Siggi og brosti.
Ég hitti ykkur fyrir stuttu á Norrænu hátíðinni Ja Ja Ja festival í Roundhouse. Þar voruð þið með „pop up“ Búllu, Er mikið um slíkar uppákomur?
Við höfum verið nokkrum sinnum með pop up búllu, m.a tókum við yfir eldhúsið á bar sem heitir Princess of Wales í Primrose Hill. Það hefur oft myndast mjög skemmtileg stemning í kringum það, en við lítum meira á það sem tækifæri til að kynna nafnið og borgarann í öðrum hverfum.
Persónulega finnst mér borgarinn miklu betri hér en á Íslandi. Hafið þið heyrt það hjá fleirum?
Já, við höfum heyrt það nokkrum sinnum. Ég fór út um alla London að leita að kjötbirgjum, og var svo heppinn að detta niðrá slátrara sem heitir H G Walther og var valinn besti „litli“ slátrarinn á Bretlandi. Þeir sjá okkur fyrir kjöti sem þeir fá frá þrem býlum í Skotlandi, allt Aberdeen Angus, free range og grass fed. Einnig er vinnslan eilítið öðruvísi heldur en heima, borgarinn er gróf hakkaður og svo handpressaður og hann er einnig töluvert stærri heldur en á Íslandi.
Á að opna fleiri staðir í London?
Við erum alltaf með opinn augun fyrir góðu húsnæði. Þessa stundina erum við að skoða möguleika í austur London, en höfum líka augun hjá okkur með aðra staði.
Þegar ég lauk viðtalinu um þrjú eftir hádegi var enn þétt setið inni, hópur unglinga í skólabúningum spenntir að kaupa borgara. Það var góð stemmning þarna inni, fagmannlega að hlutunum staðið og konseptið svo sannarlega að virka.
„Well done chaps“ er það sem tjallinn mundi tjá sig um þetta.
Kveðja frá London
Garðar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni7 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð