Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
Í gærkvöldi ríkti lífleg og skemmtileg stemning á Múlabergi þegar viðburðurinn FLOTIÐ sneri aftur. Um er að ræða svokallaða leikmannaskiptingu þar sem þjónar færa sig inn í eldhúsið á meðan kokkar taka á móti gestum í sal og sinna þjónustunni.
Sjá einnig: FLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
FLOTIÐ var fyrst haldið í febrúar 2024 og vakti þá strax mikla athygli. Gestafjöldinn var mikill og ljóst að eftirspurnin fór fram úr framboði, enda komust færri að en vildu. Endurkoman í gærkvöldi staðfesti að áhuginn hefur ekki minnkað, heldur þvert á móti.
Lögð var rík áhersla á að gestir nytu framúrskarandi matar og þjónustu og allt benti til þess að það markmið hafi náðst. Stemningin var létt og jákvæð og bæði starfsfólk og gestir virtust skemmta sér vel, eins og glöggt má sjá á myndefni sem tekið var á staðnum.
Markmið viðburðarins er fyrst og fremst að starfsfólk læri hvert af öðru og fái betri innsýn í hlutverk samstarfsfólks síns. Með því að setja sig í spor annarra skapast aukinn skilningur, samvinna og virðing sem skilar sér í sterkari heildarupplifun fyrir gesti.
Árni og Hreiðar hjá Kaffid.is litu við á Múlabergi og kynntu sér stemninguna þegar FLOTIÐ fór fram í annað sinn.
Samsett mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni3 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






