Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Myndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið

Birting:

þann

Myndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið - Flotið - Múlaberg

Í gærkvöldi ríkti lífleg og skemmtileg stemning á Múlabergi þegar viðburðurinn FLOTIÐ sneri aftur. Um er að ræða svokallaða leikmannaskiptingu þar sem þjónar færa sig inn í eldhúsið á meðan kokkar taka á móti gestum í sal og sinna þjónustunni.

Sjá einnig: FLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk

FLOTIÐ var fyrst haldið í febrúar 2024 og vakti þá strax mikla athygli. Gestafjöldinn var mikill og ljóst að eftirspurnin fór fram úr framboði, enda komust færri að en vildu. Endurkoman í gærkvöldi staðfesti að áhuginn hefur ekki minnkað, heldur þvert á móti.

Lögð var rík áhersla á að gestir nytu framúrskarandi matar og þjónustu og allt benti til þess að það markmið hafi náðst. Stemningin var létt og jákvæð og bæði starfsfólk og gestir virtust skemmta sér vel, eins og glöggt má sjá á myndefni sem tekið var á staðnum.

Markmið viðburðarins er fyrst og fremst að starfsfólk læri hvert af öðru og fái betri innsýn í hlutverk samstarfsfólks síns. Með því að setja sig í spor annarra skapast aukinn skilningur, samvinna og virðing sem skilar sér í sterkari heildarupplifun fyrir gesti.

Árni og Hreiðar hjá Kaffid.is litu við á Múlabergi og kynntu sér stemninguna þegar FLOTIÐ fór fram í annað sinn.

Samsett mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið