Markaðurinn
Íslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
Wolt á Íslandi birti í dag Wolt Wrapped 2025, létta og skemmtilega samantekt á því hvað Íslendingar pöntuðu sér á nýliðnu ári.
Hamborgarar voru enn á toppnum sem vinsælasti skyndibitinn á Wolt, þar á eftir komu pizza og kjúklingur. Asískur matur, ís og kebab komust einnig á topp tíu listann og sýna að Íslendingar kunna að meta bæði klassíska og fjölbreytta matargerð, afhent heim að dyrum.
Tíu vinsælustu eldhúsin á Wolt á Íslandi árið 2025:
- Hamborgarar
- Pizza
- Kjúklingur
- Asískur matur
- Ís
- Kebab
- Djúsar og smoothies
- Bakarí
- Taílenskur matur
- Sushi
Þegar kemur að einstökum rétti var sigurvegari ársins augljós: 2PAC máltíðin frá 2Guys. Smashborgari með osti, beikoni, jalapeño og cowboy-majónesi, ásamt frönskum og gosi, var mest seldi rétturinn á árinu. Og þegar franskar eru annars vegar er eitt ljóst, kokteilsósan verður að fylgja með. Hún var, að sjálfsögðu, vinsælasta sósan.
Alls voru yfir 220.000 hamborgaramáltíðir afhentar á árinu. KFC, Nings, Pizzan, Tokyo og 2Guys (í stafrófsröð) voru fimm vinsælustu veitingastaðirnir á Wolt.
„ Á árinu 2025 hélt Wolt áfram að festa sig í sessi og það er gaman að sjá hvað notendur Wolt prufa mikið af fjölbreyttum réttum. Við sjáum það bersýnilega í okkar gögnum hvað notendur okkar fagna því að fá nýja staði inn á markaðstorgið.
Fólk er ekki fast í því að panta á 1-2 stöðum heldur eru flestir að prófa sig áfram með allskonar ólíkar matargerðir .“
segir Jóhann Helgason, yfirmaður viðskipta hjá Wolt á Íslandi.
Sumar pantanir stóðu sérstaklega upp úr. Stærsta veitingastaðapöntun ársins var frá Nings í janúar og nam 139.000 krónum, met sem stóð óhaggað allt árið. Smásala hélt áfram að vaxa hratt, þar á meðal var eftirtektarverð Costco-pöntun upp á 370.000 krónur, full af drykkjum, frysti – og almennum heimilisvörum, sem vó yfir tonn og þurfti fimm sendla til að koma á leiðarenda.
„Þetta hlýtur að hafa verið svakalegt partí,“
bætir Jóhann við.
„Þetta sýnir líka vel hvernig smásala, sérstaklega matvörur frá Costco og Hagkaup, eru að verða sífellt stærri hluti af daglegu lífi á Wolt.“
Aðrar eftirminnilegar pantanir ársins voru meðal annars:
- Stærsta gæludýrapöntunin: 22 dósir af sérstöku, dýralæknaráðlögðu hundafóðri fyrir 220.000 krónur
- Stærsta pöntunin frá erótískri verslun: Pöntun síðla kvölds á fimmtudegi í september frá Blush að upphæð 75.000 krónur
- Blóm voru vinsæl á árinu og voru þar afskornar rósir í sérflokki.
Helgar voru áfram annasamastar, þar sem laugardagar og sunnudagar voru vinsælustu dagar vikunnar. 1. júní var langannasamasti dagur ársins, en aðfangadagur sá hægasti, með aðeins um tíunda hluta af venjulegum helgar pöntunum.
Wolt hóf starfsemi á Íslandi í maí 2023, og aðeins tveimur og hálfu ári síðar hefur þjónustan orðið fastur liður í lífi margra, hvort sem um er að ræða kvöldmat, eftirrétti, matvörur, blóm eða gæludýrafóður.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins







