Markaðurinn
Barþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
Ertu að leita að skemmtilegu starfi í líflegu og alþjóðlegu umhverfi? Hótel Reykjavík Centrum óskar eftir að ráða til sín barþjón í fullt starf. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni:
- Þjónusta og samskipti við gesti.
- Afgreiðsla á pöntunum á bar, blöndun drykkja og almenn kaffigerð.
- Birgðastýring og móttaka á vörusendingum.
- Áfylling á bar, undirbúningur og tryggja snyrtilegt umhverfi.
- Uppsetning, frágangur og þrif í veitingasal.
Hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegum störfum.
- Framúrskarandi færni í samskiptum, jákvætt viðmót og sveigjanleiki.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum.
- Gott vald á ensku skilyrði, önnur tungumál kostur.
- Almenn tölvukunnátta.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Hótelið er vel staðsett í miðbæ Reykjavíkur í göngufæri við nokkur af helstu kennileitum borgarinnar, vinsælum söfnum, veitingastöðum og börum. Á hótelinu fá töfrar liðinna tíma að skína í gegn, enda er það staðsett við eina af elstu götum borgarinnar, Aðalstræti. Hótelið endurspeglar sögulegan sjarma en hótelið er byggt á gömlum grunni og var elsti hluti hússins byggður árið 1764.
Lærðu meira um Hótel Reykjavík Centrum
Umsóknarfrestur: 15.01.2026.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn2 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni2 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028






