Vertu memm

Foodexpo

Viktor og Óðinn byrjaðir að keppa

Birting:

þann

Viktor Örn Andrésson

Viktor Örn Andrésson

Viktor Örn Andrésson og Óðinn Birgir Árnason eru byrjaðir að keppa, Viktor keppir í Matreiðslumaður Norðurlanda og Óðinn keppir sem Young chefs í Matreiðslumaður Norðurlanda.

Óðinn Birgir Árnason

Óðinn Birgir Árnason

Keppnin hófst snemma í morgun og á Viktor að skila forrétt kl. 13.15, aðalrétt kl. 14.15 og eftirrétti kl. 15.30 að dönskum tíma sem er klukkutíma á undan. Hráefnið sem keppendurnir eru að elda úr er þorskur og humar í forrétt og nautahryggur og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinum á að vera marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði. Helstu matreiðslumenn Norðurlandanna eru samankomnir í Herning og er Viktor að keppa við þá bestu frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Viktor Örn er matreiðslumaður á Lava í Bláa lóninu og liðsstjóri Kokkalandsliðsins.

Keppendur elda réttina í opnu eldhúsi fyrir 5 manna dómnefnd sem leggur mat á gæði eldamennskunnar, bragð og útlit réttanna. Ísland leggur til dómara í keppnina og er það Steinn Óskar Sigurðsson sem er fyrrum liðsmaður í Kokkalandsliðinu og hefur unnið til verðlauna í keppnum hér á landi og erlendis.

Samhliða keppninni er Framreiðslumaður Norðurlanda.

Keppnin er haldin á matvælasýningin Foodexpo í Herning í Danmörku og núna klukkan 10 á íslenskum tíma hefst súkkulaði keppnin „The Nordic Championship in Showpiece“, þar sem þeir félagar Axel Þorsteinsson bakari & konditor og keppandi, Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari aðstoðarmaður Axels keppa.

 

Myndir: Hinrik

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið