Keppni
Frábær þátttaka og spennandi úrslit fram undan í bakaranemakeppni
Dagana 8. – 9. október fór fram forkeppni í nemakeppni í bakstri við frábærar aðstæður í Hótel- og matvælaskólanum. Alls skráðu sig 13 nemendur til keppni, en einn þurfti að afboða sig, þannig að 12 öflugir og metnaðarfullir bakaranemendur tóku þátt í forkeppninni sem haldin var 9. október.
Keppnin er dýrmæt reynsla fyrir alla þátttakendur en hún krefst skipulagningar, undirbúnings og fagmennsku á háu stigi og veitir þátttakendum góða innsýn í það sem bíður þeirra á sveinsprófi síðar meir.
Úrslitakeppnin fer fram 15. og 16. október.
Þessir keppa til úrslita:
Anna Kolbrún – Bakarí: Gulli Arnar
Evgeniia Vaganova – Bakarí: Gæðabakstur
Sigurjón Trausti – Bakarí: Gæðabakstur
Funi Hrafn – Bakarí: Passion
Þórný Arna – Bakarí: Bæjarbakari
Þorkell Máni – Bakarí: Mosfellsbakari
Úrslitin verða kynnt fimmtudaginn 16. okt kl. 16:00 í Sunnusal og við hvetjum alla til að fylgjast með.
Myndir: mk.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA



















