Vertu memm

Markaðurinn

Matreiðslunemar MK í sveitaferð með Sölufélagi garðyrkjumanna (Myndir)

Birting:

þann

Sölufélag garðyrkjumanna fór á dögunum með hóp matreiðslunema frá Menntaskólanum í Kópavogi ásamt kennurum þeirra í fræðandi heimsókn um Suðurland. Þar gafst framtíðar kokkum tækifæri til að upplifa íslenskt grænmeti og sveppi í sinni hreinustu mynd, beint af akrinum og úr gróðurhúsunum.

Á Flúðajörfa tóku Ragnheiður og Friðrik á móti hópnum og leiddu þau út á akrana þar sem brakandi ferskar gulrætur, blómkál og spergilkál voru dregin upp úr moldinni við mikla hrifningu nemenda. Í Flúðasveppum sýndi Ævar gestunum allt ræktunarferlið og bauð síðan upp á ilmandi sveppasúpu og meðlæti á Farmers Bistro.

Á Friðheimum í Reykholti tók Knútur á móti nemendum, sagði frá starfseminni og sýndi bæði gróðurhúsin og eldhúsið auk þess sem hann kynnti Vínstofu Friðheima. Í Hveragerði buðu Hlynur og Ljúpa á garðyrkjustöðinni Kinn til sín og sögðu frá ræktun hins margrómaða pak choi. Þá lauk ferðinni á Ártanga í Grímsnesi þar sem Freydís kynnti fjölbreyttar kryddtegundir sem þar eru ræktaðar.

„Við þökkum öllum fyrir einstaklega skemmtilegan dag. Það er okkur mikill heiður að fá tækifæri til að fræða unga kokkanema um eiginleika og gæði íslenska grænmetisins,“

segir í tilkynningu frá Sölufélagi garðyrkjumanna.

Dagurinn markaði skemmtilega blöndu af fræðslu og upplifun þar sem nemendur fengu að sjá og smakka hráefnin í nærumhverfi sínu. Myndir segja meira en mörg orð, skoðið meðylgjandi myndir frá ferðinni.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið