Frétt
Matvælastofnun uppfærir lista yfir vernduð afurðaheiti – Hefur þú skoðun á vernduðum afurðaheitum?
Samningur milli Íslands og Evrópusambandsins um vernd landfræðilegra
merkinga landbúnaðarafurða og matvæla öðlaðist gildi 1. maí 2018, en var undirritaður af Íslands hálfu 3. mars 2021, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda 5. maí 2021.
Samkvæmt samningnum skal Matvælastofnun auglýsa lista yfir þau afurðaheiti sem verndar munu njóta hér á landi, auk upplýsinga um hvar nálgast megi afurðalýsingu fyrir viðkomandi matvæli. Listi yfir afurðaheiti var síðast birtur árið 2023 en nú birtir stofnunin uppfærðan lista fram til 30. júní 2024, þar sem er að finna bæði breytingar á eldri lista sem og viðbætur við listann, þ.e. ný afurðaheiti sem verndar skulu njóta hérlendis.
Matvælastofnun auglýsir hér með eftir andmælum gegn því að heiti þau sem listuð eru á heimasíðu stofnunarinnar (sjá ítarefni) öðlist vernd á Íslandi. Andmæli skulu vera skrifleg og berast á netfangið [email protected] eða til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, fyrir 14. október nk.
Mynd: úr safni
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






