Starfsmannavelta
Hlöllafjölskyldan kveður Litlu Kaffistofuna eftir fjögur eftirminnileg ár
Nú líður að lokum hjá Hlöllafjölskyldunni á Litlu Kaffistofunni, en komandi laugardagur, 28. júní, verður síðasti hefðbundni opnunardagurinn eftir fjögurra ára starfsemi.
Sjá einnig: Nýir rekstraraðilar á Litlu Kaffistofunni
Það var fjölskylda Hlöðvers Sigurðssonar, stofnanda Hlöllabáta, sem tók við rekstri Litlu Kaffistofunnar árið 2021 og hefur staðið að henni með eldmóði og metnaði allar götur síðan. Í tilkynningu frá fjölskyldunni segir að nú sé tímabært að kveðja þetta einstaka verkefni og snúa sér að nýjum áskorunum.
„Við fjölskyldan erum búin að eiga fjögur yndisleg ár hér á okkar uppáhalds Litlu Kaffistofu, en nú er kominn tími til að sigla á önnur mið,“
segir í kveðjunni, þar sem einnig kemur fram að ákvörðunin sé tekin með trega – en þó einnig með tilhlökkun fyrir því sem framundan er.
Á þessum fjórum árum hefur Litla Kaffistofan, undir þeirra stjórn, öðlast traustan sess sem áfangastaður ferðafólks og heimamanna, þar sem hlýlegt andrúmsloft og góð þjónusta hafa verið í forgrunni.
„Við viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir viðskiptin og velvildina frá upphafi. Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar.“
segir enn fremur í tilkynningunni.
Litla kaffistofan er í eigu Olís og má vænta að nýr rekstraraðili taki við keflinu, en Hlöllafjölskyldan kveður með þakklæti í hjarta og hlakkar til að takast á við næstu kafla í veitingasögu sinni.
Mynd: facebook / Litla kaffistofan
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA







