Frétt
Rekstraraðilar í vanda: Greiða birgja eða millifæra þjórfé?
Samkvæmt upplýsingum sem Veitingageirinn hefur undir höndum frá heimildarmanni, sem kýs að koma ekki fram undir nafni, hefur Teya nýlega bætt við möguleika fyrir gesti til að skilja eftir þjórfé beint í posakerfinu. Þessi nýjung hefur fengið lof fyrir að einfalda ferlið og virkar að sögn heimildarmanns „ótrúlega vel.“
Hins vegar segir heimildarmaðurinn að kerfið búi yfir alvarlegum veikleikum: Þjórféð kemur inn sem hluti af daglegu posauppgjöri án þess að vera sjálfkrafa flokkað eða flutt yfir á sérstakan reikning fyrir tips. Þetta krefst handvirkrar úrvinnslu og getur sett rekstur í óþægilega stöðu, sérstaklega þegar fjárhagur er þröngur. Þá þurfi stjórnendur jafnvel að velja milli þess að greiða birgjareikninga eða millifæra háar fjárhæðir yfir á tips-reikning.
Heimildarmaðurinn segist hafa ítrekað reynt að fá Teya til að leysa þetta en telur að félagið taki ekki málið alvarlega. Hann bendir á að sjálfvirk aðgreining og tilfærsla á tips sé grundvallaratriði þegar slíkur möguleiki er í boði.
Hann hvetur fleiri til að hafa samband við Teya og undirstrika mikilvægi þess að leysa þetta mál. „Eru fleiri sem upplifa þetta sem vandamál?“ spyr heimildarmaðurinn og vonar að með samstilltu átaki verði málið leyst sem fyrst.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






