Markaðurinn
Salatveisla með mozzarella, jarðarberjum og stökkri parmaskinku
Vetur, sumar, vor og haust – það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.
(fyrir 2)
Innihald:
1 bakki blandað salat
1 bakki jarðarber
4 stórar sneiðar parmaskinka
1 stk. avocado
1 dós Mozzarella perlur
Salatdressing:
2 msk. 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. ólífuolía
2 msk. sítrónusafi
1 msk. hunang
Salt og pipar
Aðferð:
Leggið parmaskinkusneiðar á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 175 gráðu heitum ofni þar til skinkan er stökk, u.þ.b. 10-15 mínútur.
Skerið niður salat, jarðarber og avocado og setjið í fallegar skálar eða eina stóra salatskál.
Pískið öllu hráefninu í salatsósuna saman og dreifið yfir salatið.
Toppið að lokum með stökkri skinkunni og mozzarella perlum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar






