Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fagmennska og virðing í fyrirrúmi þegar KM heiðrar sína fremstu menn – Myndir

Birting:

þann

Fagmennska og virðing í fyrirrúmi þegar KM heiðrar sína fremstu menn - Myndir - Árshátíð - Klúbbur matreiðslumeistara

Aðalfundur Klúbbs Matreiðslumeistara (KM) fór fram laugardaginn 3. maí á Fosshótel Stykkishólmi. Alls mættu 44 félagar til fundarins, sem einkenndist af góðri stemningu og virkum umræðum.

Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf þar sem farið var yfir starfsemi og rekstur síðasta árs, reikningar samþykktir og stjórnarkjör framkvæmt. Fundurinn fór vel fram og ríkti jákvæð og uppbyggileg stemming meðal fundargesta.

Sérstaklega skemmtilegar og líflegar umræður sköpuðust undir liðnum „önnur mál“, þar sem rætt var um möguleika á frekara starfi ungliðadeildar og nemadeildar innan klúbbsins. Mikill áhugi var á að efla þátttöku ungs fagfólks í starfi KM og ýmsar góðar hugmyndir komu fram um hvernig megi styðja við unga matreiðslumenn í námi og starfi.

Fagmennska og virðing í fyrirrúmi þegar KM heiðrar sína fremstu menn - Myndir - Árshátíð - Klúbbur matreiðslumeistara - Bjarki Ingþór Hilmarsson, Þórir Erlingsson og Ib Wessman

Að loknum aðalfundi tók við árshátíð KM þar sem félagar skemmtu sér með mökum, félagarnir, Axel Jónsson, Sigurður Einarsson og Þórður Sigurðsson fengu afhenta Cordon Bleu orðu KM fyrir störf sín fyrir KM og fagið. Einnig var Jakobi Herði Magnússyni veit heiðursorða KM, en hann er fimmti félagi KM sem hlýtur þann heiður.

Fagmennska og virðing í fyrirrúmi þegar KM heiðrar sína fremstu menn - Myndir - Árshátíð - Klúbbur matreiðslumeistara - Heiðursorða

Jakob Hörður Magnússon

Jakobi veitt heiðursorða KM

Jakob Hörður Magnússon, betur þekktur sem „Kobbi á Horninu“, var á laugardaginn 3. maí heiðraður með heiðursorðu Klúbbs matreiðslumeistara fyrir einstakt æviverk sitt í þágu íslenskrar veitingamenningar, bæði hérlendis og erlendis.

Jakob hefur verið ómissandi hluti af íslenskri veitingasögu í áratugi. Hann stofnaði veitingastaðinn Hornið árið 1979 ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Jóhannsdóttur, eftir að hafa dvalið í Danmörku og starfað á virtum veitingastöðum þar. Hornið var fyrsti ítalski veitingastaðurinn á Íslandi og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan. Veitingastaðurinn er þannig ekki aðeins elsti ítalski staður landsins heldur einn sá stöðugasti og traustasti.

Jakob hefur lagt mikið af mörkum til menntunar og þróunar matreiðslumanna á Íslandi. Hann satt í sveinsprófsnefnd á þriðja áratug og hefur kennt ungu fólki fagið af ástríðu og alúð. Þar að auki hefur hann gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir stéttina, hann var forseti Klúbbs matreiðslumeistara í sex ár og forseti Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (NKF) í tvö ár.

Í viðurkenningu fyrir framlag sitt hefur Jakob hlotið fjölda viðurkenninga. Hann hlaut Cordon Bleu orðu KM 1996 en hann hefur einnig hlotið sömu viðurkenningu bæði í  Finnlandi og Danmörku. Að auki hlaut hann Gordon Rouge orðu NKF 1997.

Árið 2021 gaf Jakob út bókina Hittumst á Horninu, sem segir sögu Hornsins og fjölskyldunnar sem hefur haldið utan um staðinn í yfir fjóra áratugi. Bókin er ekki aðeins uppskriftasafn heldur einnig heimild um þróun veitingamenningar í Reykjavík – þar sem Hornið hefur einnig starfað sem menningarhús með tónlist, myndlist og leikhús.

Heiðursorða KM  sem Jakob hlaut er ekki aðeins viðurkenning fyrir langan og farsælan starfsferil heldur einnig tákn um þakklæti og virðingu frá kollegum, fyrir ómetanlegt framlag til matargerðar og menningar á Íslandi og Norðurlöndum.

Þrír matreiðslumeistarar heiðraðir með Cordon Bleu orðu KM

Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara, sem haldin var með á Fosshótel Stykkishólmi þann 3. maí 2025, voru þrír matreiðslumeistarar heiðraðir með Cordon Bleu orðu Klúbbs matreiðslumeistara. Orðan er veitt þeim sem skara fram úr á sviði íslenskrar matargerðar, fagmennsku og þjónustu við samfélagið.

Við hátíðlega athöfn tóku Axel Jónsson, Sigurður Einarsson og Þórður Sigurðsson við þessari virtu viðurkenningu fyrir ævistarf sitt og framlag til íslenskrar matarmenningar.

Fagmennska og virðing í fyrirrúmi þegar KM heiðrar sína fremstu menn - Myndir - Árshátíð - Klúbbur matreiðslumeistara - Cordon Bleu

Axel Jónsson

Axel Jónsson

Axel hefur í yfir hálfa öld sinnt matargerð og veitingarekstri af alúð og fagmennsku. Hann lauk sveinsprófi árið 1972 og meistaranámi 1977. Hann starfaði m.a. á Hótel Loftleiðum, Hótel Sögu og sem skólabryti á Laugarvatni. Axel hefur rekið veisluþjónustu og matvælaframleiðslu fyrir flugfélög, auk þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga.

Árið 1999 stofnaði hann Skólamat sem framleiðir daglega um 18.000 skólamáltíðir víðs vegar um landið. Með störfum sínum hefur hann haft djúpstæð áhrif á næringu barna og íslenska matarmenningu.

Fagmennska og virðing í fyrirrúmi þegar KM heiðrar sína fremstu menn - Myndir - Árshátíð - Klúbbur matreiðslumeistara - Cordon Bleu

Sigurður Einarsson

Sigurður Einarsson

Sigurður er matreiðslumeistari með yfir fjögurra áratuga reynslu. Hann hefur starfað sem yfirkokkur, ráðsmaður og kennari, m.a. hjá Frímúrarareglunni, á Bessastöðum, hjá Reykjavíkurborg og Landspítalanum. Hann hefur einnig verið virkur í fagfélögum, meðal annars sem félagsmaður í Klúbbi Matreiðslumeistara frá 1985 og barist fyrir réttindum nema.

Með kennslu, stjórnun og alþjóðlegri reynslu hefur Sigurður lagt sitt af mörkum til eflingar íslenskrar matargerðar og fagvitundar innan greinarinnar.

Fagmennska og virðing í fyrirrúmi þegar KM heiðrar sína fremstu menn - Myndir - Árshátíð - Klúbbur matreiðslumeistara - Cordon Bleu

Þórður Sigurðsson

Þórður Sigurðsson

Þórður hóf nám í matreiðslu árið 1961 og lauk sveinsprófi 1965. Hann starfaði bæði innanlands og erlendis, meðal annars í Kaupmannahöfn og London, og vann á virtum veitingastöðum á borð við Palace Hotel, Naustið og Iceland Foodcentre. Hann rak eigin veitingastað, Svörtu Pönnuna, í 13 ár við góðan orðstír. Seinni árin starfaði hann við sölumennsku í kjötvörugeiranum. Ferill hans spannar meira en hálfa öld og hann hefur markað djúp spor í veitingabransanum með ástríðu, fagmennsku og elju.

Klúbbur matreiðslumeistara óskar þessum þremur heiðursmönnum hjartanlega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag þeirra til íslensks matargerðarlist og samfélags.

Myndir: kokkalandslidid.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið