Vertu memm

Starfsmannavelta

Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu

Birting:

þann

Elísabet Ingibjörg Jónsdóttir - Gugga

Elísabet Ingibjörg Jónsdóttir

Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri hefur kynnt nýjan veitingastjóra með stolti – Elísabetu Ingibjörgu Jónsdóttur, sem margir þekkja sem Guggu. Elísabet lauk sveinsprófi í framreiðslu árið 2023 og var þá nemi á Strikinu, en nú snýr hún aftur í lykilhlutverki sem veitingastjóri.

Þrátt fyrir ungan aldur býr Elísabet yfir verðmætri reynslu. Hún hefur starfað bæði hérlendis og erlendis, meðal annars í Danmörku, þar sem hún þjónaði á virtum veitingastöðum.

Á Strikinu ríkir mikil ánægja með komu Guggu og starfsfólk staðarins hlakkar til að vinna með henni í nýju hlutverki – og sjá hana blómstra enn frekar í faginu.

Mynd: facebook / Strikið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið