Markaðurinn
Drykkur býður í heimsókn til Stockholms Bränneri
Sökum þess að fjöldi veitingamanna er að fara til Stokkhólms næstu helgi á Bartenders Choice Awards, þá vildu Fribbi og Valli í DRYKKUR að nýta tækifærið og skipuleggja heimsókn til Stockholms Bränneri fyrir íslenska veitingamenn, mánudaginn 24. mars milli kl.14.00-15.30 fyrir úrslitin um kvöldið.
Stockholms Bränneri Distillery var stofnað 2015 og er fyrsta kraft eimingarhúsið í Stokkhólmi. Stofnað af hjónunum Calle og Önnu sem einmitt gerðu fyrstu Gin framleiðsluna fyrir brúðkaupið sitt 2015. Calle ætlar að taka á móti íslendingum, sýna þeim framleiðsluna og leyfa hópnum að smakka bæði frábærar vörur sem eru í vörubreidd Drykks í dag og ýmislegt nýtt sem þau hafa verið að láta út á markaðinn.
Stockholms Bränneri var stofnað til að heiðra þeirra eigin norrænu arfleifð. Sérhver vara er handunnin af vandvirkni og unnið með hágæða hráefni.
Heimsókn sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, sérstaklega ef hann er að fara á Bartenders Choice Awards úrslitin í Stokkhólmi.

-
Keppni19 klukkustundir síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Frétt5 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025