Food & fun
Þrír barþjónar keppa til úrslita í kokteilkeppni Food & Fun
Food & Fun Festival matarhátíðin hefst á morgun, 12. mars, og stendur til 16. mars. Hátíðin er haldin árlega í Reykjavík og sameinar alþjóðlega og innlenda matreiðslumeistara sem vinna saman að því að skapa einstaka matarupplifun fyrir gesti.
Í tengslum við hátíðina fer fram spennandi keppni barþjóna, þar sem dómnefnd á vegum Barþjónaklúbbsins ferðast milli veitingastaða og velur þrjá hæfileikaríka barþjóna úr forkeppni til að keppa til úrslita. Þar munu þeir sýna faglega færni sína og búa til einstaka kokteila með Reyka Vodka.
Þeir þrír barþjónar sem valdir verða úr forkeppninni keppa síðan á sjálfum úrslitunum, sem fara fram í Petersen svítunni laugardaginn 15. mars. Keppnin hefst kl. 15:00.
Gestir eru hvattir til að mæta, fylgjast með þessari spennandi samkeppni, njóta einstakar stemningar og styðja keppendurna. Viðburðurinn er öllum opinn.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Kokkalandsliðið7 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir






