Vertu memm

Frétt

735 milljóna króna rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir fyrstu sex mánuði ársins

Birting:

þann

Markaður

Mynd: úr safni

Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) var 735 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt samstæðuárshlutareikningi félagsins en var 1.290 milljónir á sama tímabili á síðasta ári.  Tap varð af rekstrinum sem nam 1.201 milljónum króna og má að mestu rekja það til kjarasamningshækkana og hás vaxtastigs hérlendis og erlendis.

Í tilkynningu kemur fram að tekjur félagsins á fyrri helmingi ársins eru til samræmis við tekjur sama tímabils í fyrra en gistinætur voru 5% færri milli tímabila.

Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela

Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela
Mynd: Birta Rán

„Íslandshótel standa sterk eins og efnahagsreikningurinn sýnir en ýmsir ytri þættir hafa haft sín áhrif. Má þar nefna kjarasamningshækkanir og vaxtastigið sömuleiðis. Gistinóttum hefur fækkað, spár um fjölda ferðamanna hafa ekki alveg gengið eftir og það er einnig ljóst að eldsumbrotin á Reykjanesi hafa haft áhrif.

Við höldum áfram að sýna skynsemi í rekstri, starfsmannahópur okkar er öflugur og skýr og umhverfisvæn stefna okkar skilar sínu hjá ferðamönnum sem eru æ meðvitaðri um mikilvægi þess þáttar við val á gistingu.

Við horfum því bjartsýn fram á veg,“

segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela.

Samstæðuárshlutareikningur Íslandshótela var sendur Kauphöll Íslands sem hægt er að skoða með því að smella hér.

Íslandshótel er leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu og rekur 17 hótel með 1955 herbergi á lykilstaðsetningum um land allt. Fyrirtækið er styrk stoð í þessari sívaxandi atvinnugrein og mun halda áfram að vera fyrsti valkostur þeirra sem velja hótelgistingu á Íslandi.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið