Nemendur & nemakeppni
52 nemar tóku sveinspróf í matvæla- og veitingagreinum | Myndir
Sveinspróf í matvæla- og veitingagreinum fór fram dagana 8. – 19. maí sl. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Í sveinsprófi í kjötiðn þreyttu 10 próf. Tveir voru í sveinsprófi í bakaraiðn. Í framreiðslu fóru 11 í próf og matreiðslu samtals 29.
Með fylgja myndir frá sveinsprófunum, en myndir tók Jóhannes Geir Númason, Ólafur Jónsson sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs og eins af facebook síðu Menntaskólans í Kópavogi.

Nemendur og prófdómarar í kjötiðn á Akureyri. Í sveinsprófi í kjötiðn þreyttu 10 próf í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og á Akureyri.

Gamalreyndir verknámskennarar stilltu sér upp fyrir myndatöku, en myndin var tekin þegar Sveins- og lokaprófin stóðu sem hæst.
F.v. Ragnar Wessman matreiðslumeistari og fagstjóri matreiðslu, Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og kennari í matreiðslu, Sigmar Pétursson framreiðslumeistari og kennari í framreiðslu og Bárður Guðlaugsson framreiðslumeistari og fagstjóri framreiðslu.

Matsveinar héldu veislu fyrir sig í lok annar í maí. Þau gerðu sushi og fleira spennandi. Þessir nemendur eru að ljúka tveggja anna námi sem undirbýr þá fyrir störf í mötuneytum, á fiski- og flutningaskipum og minni ferðaþjónustufyrirtækjum.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?



















