Nemendur & nemakeppni
52 nemar tóku sveinspróf í matvæla- og veitingagreinum | Myndir
Sveinspróf í matvæla- og veitingagreinum fór fram dagana 8. – 19. maí sl. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Í sveinsprófi í kjötiðn þreyttu 10 próf. Tveir voru í sveinsprófi í bakaraiðn. Í framreiðslu fóru 11 í próf og matreiðslu samtals 29.
Með fylgja myndir frá sveinsprófunum, en myndir tók Jóhannes Geir Númason, Ólafur Jónsson sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs og eins af facebook síðu Menntaskólans í Kópavogi.

Nemendur og prófdómarar í kjötiðn á Akureyri. Í sveinsprófi í kjötiðn þreyttu 10 próf í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og á Akureyri.

Gamalreyndir verknámskennarar stilltu sér upp fyrir myndatöku, en myndin var tekin þegar Sveins- og lokaprófin stóðu sem hæst.
F.v. Ragnar Wessman matreiðslumeistari og fagstjóri matreiðslu, Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og kennari í matreiðslu, Sigmar Pétursson framreiðslumeistari og kennari í framreiðslu og Bárður Guðlaugsson framreiðslumeistari og fagstjóri framreiðslu.

Matsveinar héldu veislu fyrir sig í lok annar í maí. Þau gerðu sushi og fleira spennandi. Þessir nemendur eru að ljúka tveggja anna námi sem undirbýr þá fyrir störf í mötuneytum, á fiski- og flutningaskipum og minni ferðaþjónustufyrirtækjum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics