Nemendur & nemakeppni
52 nemar tóku sveinspróf í matvæla- og veitingagreinum | Myndir
Sveinspróf í matvæla- og veitingagreinum fór fram dagana 8. – 19. maí sl. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Í sveinsprófi í kjötiðn þreyttu 10 próf. Tveir voru í sveinsprófi í bakaraiðn. Í framreiðslu fóru 11 í próf og matreiðslu samtals 29.
Með fylgja myndir frá sveinsprófunum, en myndir tók Jóhannes Geir Númason, Ólafur Jónsson sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs og eins af facebook síðu Menntaskólans í Kópavogi.

Nemendur og prófdómarar í kjötiðn á Akureyri. Í sveinsprófi í kjötiðn þreyttu 10 próf í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og á Akureyri.

Gamalreyndir verknámskennarar stilltu sér upp fyrir myndatöku, en myndin var tekin þegar Sveins- og lokaprófin stóðu sem hæst.
F.v. Ragnar Wessman matreiðslumeistari og fagstjóri matreiðslu, Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og kennari í matreiðslu, Sigmar Pétursson framreiðslumeistari og kennari í framreiðslu og Bárður Guðlaugsson framreiðslumeistari og fagstjóri framreiðslu.

Matsveinar héldu veislu fyrir sig í lok annar í maí. Þau gerðu sushi og fleira spennandi. Þessir nemendur eru að ljúka tveggja anna námi sem undirbýr þá fyrir störf í mötuneytum, á fiski- og flutningaskipum og minni ferðaþjónustufyrirtækjum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði



















