Vertu memm

Frétt

41 handteknir fyrir að selja ólöglegt hrossakjöt – Vídeó: Ekki fyrir viðkvæma

Birting:

þann

41 handteknir fyrir að selja ólöglegt hrossakjöt - Mynd: Evrópulögreglan Europol

Nú í vikunni voru 41 handteknir fyrir að selja ólöglegt hrossakjöt.  Aðgerðin var unnin af Evrópulögreglunni Europol í samstarfi við spænsku lögregluna, en aðgerðin beindist að ólöglegri sölu á hrossakjöti sem var óhæft til neyslu.  Glæpagengið sem stóð að þessari ólöglegri sölu er tengt fjölda glæpa, þar á meðal matarsvik, peningaþvætti og skjalasvik.  Um er að ræða órekjanlegt kjöt sem var selt á Spánarmarkaði, en einnig í Belgíu, Þýskalandi og Ítalíu.

41 handteknir fyrir að selja ólöglegt hrossakjöt - Mynd: Evrópulögreglan Europol

Í aðgerðinni var m.a. lagt hald á hálft tonn af hrossakjöti sem var óhæft til neyslu.  Hinir grunuðu keyptu hesta víðs vegar að frá Spáni og greiddu ca. 100 evrur fyrir hvert dýr eða um 15 þúsund ísl. kr.  Allir hestar sem bjargað var í aðgerðinni eða um 80 talsins, voru mjög vannærðir.

Vídeó: Ekki fyrir viðkvæma

Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðunum en varað er við innihaldi þess og er það ekki fyrir viðkvæma.

Myndir: Evrópulögreglan Europol

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið