Vín, drykkir og keppni
36 brugghús fylltu Hveragerði – myndir frá sjöttu bjórhátíð Ölverk
Bjórhátíð Ölverk fór fram í gömlu gróðurhúsunum í miðbæ Hveragerðis um helgina og mætti miklum vinsældum, en uppselt var alla helgina. Þetta var í sjötta sinn sem hátíðin er haldin, en fyrsta bjórhátíð Ölverk fór fram í október 2019.

Laufey Sif Lárusdóttir, eigandi, forstjóri og framkvæmdastjóri, og Elvar Þrastarson, eigandi, aðalbruggarinn og pizzusérfræðingur hjá Ölverk.
Í ár tóku alls 36 brugghús og framleiðendur þátt, með fjölbreytt úrval af bjór, vískí, kombucha, óáfengum drykkjum og víni. Ekki vantaði heldur nýbreytni í matvælaframboði, en gestir gátu smakkað sérhannaða osta frá MS með sterku Ölverk chili sósunum, Krisp frá Ölverk og sérstaka bjór,- og fíkjusultu sem vakti mikla athygli.
Hver heldur krúsinni lengst?
Eins og hefð er fyrir á hátíðinni fór fram hin vinsæla steinholding-keppni, þar sem keppendur halda þungri bjórkrús út frá sér eins lengi og þeir geta. Að þessu sinni stóð Þorfinnur, fulltrúi Foss Distillery, uppi sem sigurvegari með glæsilegum tíma, 3 mínútur og 41 sekúndu.
Eftir vörusmakkið tók við fjörug kvölddagskrá þar sem Herra Hnetusmjör, FM Belfast (DJ), Andri Freyr Viðarsson og Berndsen héldu uppi stemningunni fram eftir kvöldi.
Á svæðinu var einnig Ölverk Pop-Up samlokusala þar sem boðið var upp á ferskar samlokur, pretzel og bratwurst alla helgina.
Myndir frá hátíðinni tók Dagný Dögg Steinþórsdóttir ljósmyndari.
Hátíðin hefur á fáum árum fest sig í sessi sem einn helsti viðburður bjórmenningar á Íslandi og staðfestir að Ölverk í Hveragerði er orðin óumdeild miðstöð handverksbjóra á Suðurlandi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús





































































