Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

36 brugghús fylltu Hveragerði – myndir frá sjöttu bjórhátíð Ölverk

Birting:

þann

36 brugghús fylltu Hveragerði – myndir frá sjöttu bjórhátíð Ölverk

Bjórhátíð Ölverk fór fram í gömlu gróðurhúsunum í miðbæ Hveragerðis um helgina og mætti miklum vinsældum, en uppselt var alla helgina. Þetta var í sjötta sinn sem hátíðin er haldin, en fyrsta bjórhátíð Ölverk fór fram í október 2019.

36 brugghús fylltu Hveragerði – myndir frá sjöttu bjórhátíð Ölverk

Laufey Sif Lárusdóttir, eigandi, forstjóri og framkvæmdastjóri, og Elvar Þrastarson, eigandi, aðalbruggarinn og pizzusérfræðingur hjá Ölverk.

Í ár tóku alls 36 brugghús og framleiðendur þátt, með fjölbreytt úrval af bjór, vískí, kombucha, óáfengum drykkjum og víni. Ekki vantaði heldur nýbreytni í matvælaframboði, en gestir gátu smakkað sérhannaða osta frá MS með sterku Ölverk chili sósunum, Krisp frá Ölverk og sérstaka bjór,- og fíkjusultu sem vakti mikla athygli.

Hver heldur krúsinni lengst?

Eins og hefð er fyrir á hátíðinni fór fram hin vinsæla steinholding-keppni, þar sem keppendur halda þungri bjórkrús út frá sér eins lengi og þeir geta. Að þessu sinni stóð Þorfinnur, fulltrúi Foss Distillery, uppi sem sigurvegari með glæsilegum tíma, 3 mínútur og 41 sekúndu.

36 brugghús fylltu Hveragerði – myndir frá sjöttu bjórhátíð Ölverk

Eftir vörusmakkið tók við fjörug kvölddagskrá þar sem Herra Hnetusmjör, FM Belfast (DJ), Andri Freyr Viðarsson og Berndsen héldu uppi stemningunni fram eftir kvöldi.

Á svæðinu var einnig Ölverk Pop-Up samlokusala þar sem boðið var upp á ferskar samlokur, pretzel og bratwurst alla helgina.

Myndir frá hátíðinni tók Dagný Dögg Steinþórsdóttir ljósmyndari.

Hátíðin hefur á fáum árum fest sig í sessi sem einn helsti viðburður bjórmenningar á Íslandi og staðfestir að Ölverk í Hveragerði er orðin óumdeild miðstöð handverksbjóra á Suðurlandi.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið