Viðtöl, örfréttir & frumraun
3 ára afmæli EIRIKSSON Brasserie fagnað með pomp og prakt
EIRIKSSON Brasserie er 3ja ára þessa dagana og býður upp á matseðil með því allra vinsælasta frá upphafi og lifandi tónlist í tilefni afmælisins.
Er þetta í fyrsta skiptið sem staðurinn getur haldið upp á afmælið, en staðurinn hafði einungis verið opinn í 9 mánuði þegar kórónuveiran skall á.
Eigendur EIRIKSSON Brasserie eru hjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir.
„Take away var mjög vinsælt á þessum tíma sem hjálpaði okkur í gegnum þetta allt saman.“
Sagði Sara Dögg í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um hvernig reksturinn hafi gengið í gegnum heimsfaraldurinn.
Afmælishátíðin hófst 25. mars s.l. og stendur yfir til 14. apríl næstkomandi.
Dagana 1. apríl og 2. apríl munu þau Rebekka Blöndal og bræðurnir Birgisson leika ljúfa tóna fyrir gesti á EIRIKSSON Brasserie.
Margir eiga sér sína uppáhalds rétti og sett hefur verið saman brot af því besta sem þú deilir með þínum:
Forréttir
Trufflu gnocci í rjómasósu, parmesam og ferskar trufflur
Túnfiskstartar, skarlottulaukur, eldpipar, kóríander, límóna og lárpera
Aðalréttir
Tagliatelle, risarækjur, trufflusósa og ferskar trufflur
Pönnusteikt nautalund, franskar kartöflur og Béarnaise sósa
Eftirréttir
Tiramisu og kakó ískrap
Hvít súkkulaði ostakaka og hvítt súkkulaði yuzu „cremeaux“
Verð: 8900 á mann
Aðeins í boði fyrir tvo eða fleiri
Heimasíða: www.brasserie.is
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný