Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
2Guys í framtíðarhúsnæði – Sjáðu fyrir og eftir myndir
Miklar framkvæmdir standa yfir á húsnæðinu við Laugaveg 105 þar sem hótelið Hlemmur Square var áður til húsa, en því var lokað fyrir rúmlega ári síðan eftir 7 ára rekstur.
Veitingastaðurinn 2Guys mun flytja inn á Laugaveg 105 og hafa eigendur breytt staðnum töluvert.
2Guys hefur verið starfræktur sem “pop up” og var síðast í húsnæðinu við Klapparstíg 38 við hliðina á Kalda Bar, en er kominn í framtíðarhúsnæði við Laugaveg 105.
Þeir sem standa að rekstrinum eru Hjalti Vignis og Róbert Aron.
2Guys býður upp á smass hamborgara konsept þar sem áhersla er lögð á djúsi borgara, stökkar franskar og nóg af osti.
Áætlaður opnunartími er núna í nóvember og eru framkvæmdir langt komnar, en nánari dagsetning verður auglýst á facebook síðu staðarins hér.
Með fylgja myndir frá staðnum sem teknar voru í byrjun nóvember:
Fyrir
Eftir
Fleiri myndir frá framkvæmdum eru væntanlegar sem sýna hvernig staðan er í dag.
Myndir: facebook / 2Guys
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?