Freisting
29 punda hótel og B5 í sveiflu
Á heimasíðu Jónasar Kristjánssonar fyrrverandi veitingagagnrýnanda er hægt að lesa um opnun á nýju hóteli í London, þar sem nóttin kostar aðeins 58 pund (7,600 ísl kr.) og fagnar að loksins sé komið hótelverð af viti í London. Einnig segir hann frá reynslu sinni á veitngastaðnum B5. Hér að neðan er hægt að lesa hans greinar:
29 punda hótel
Samlokukóngurinn Sinclair Beecham er að opna hótel rétt norðan við City í London, þar sem nóttin á að kosta 59 pund. Þar á símtalsmínútan ekki að kosta 2 pund, heldur 2 pens. Þar á Mars-stöngin ekki að kosta 2 pund, heldur sama og úti í búð.
Þægindi eru hin sömu á hótelherbergjunum og menn eru vanir, netsamband er frítt og kaffi sömuleiðis. Tom Robbins sagði í gær í Observer, að herbergin væru bæði stór og fín. Hótelið heitir Hoxton, síminn er 020 75450 1000, vefsíðan www.hoxtonhotels.com. Það verður opnað á föstudaginn. Þá verður loksins komið hótelverð af viti í London.
Úrval smárétta
B5 sveiflast eftir tímum dagsins milli kaffistofu, matstofu og vínstofu, því að öll vín eru þar seld í glasatali. Sjá má sýnishorn af ýmsum þrúgum og heimshornum. Sérstaða matseðilsins felst í miklu safni smárétta, sem fást allan daginn. Þar fyrir utan eru hádegisseðill og kvöldseðill.
Svona staðir eru lausir við yfirlæti frönsku og fínu staðanna með svimandi upphæðum á matseðli. Hér má borða þríréttað fyrir 3.300 krónur í hádeginu og 4.500 krónur á kvöldin. Smáréttirnir kosta um það bil 1.000 krónur, til dæmis ljúfur graflax á rússneskri pönnsu. Til hamingju!
Heimild: jonas.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu