Viðtöl, örfréttir & frumraun
24 ára afmæli Tapasbarsins fagnað með pomp og prakt
Í dag fagnar Tapasbarinn 24 ára afmæli með pompi og prakt. Staðurinn opnar kl. 16.00 verður fullur af sjóheitri stemningu, glimmeri, dansi og gleði. Sirkus Íslands kíkir við
ásamt súperstjörnunni Siggu Kling, Blaðraranum, Glimmerstöðinni og fleiri frábærum gestum.
Hinn eini sanni Páll Óskar startar frábæru kvöldi og skemmtir milli 16.30 og 17.00!
Eins og síðustu ár verða veitingar og veigar á afmælisverði.
10 vinsælustu tapasréttirnir 1.490 kr.
Marineraðar lambalundir með lakkríssósu
Túnfiskur með avókadómauki, chili-furuhnetu salsa og tapioca
Steiktur saltfiskur með pesto og sætkartöflumús
Risarækjur al ajillo með chorizo og hvítlauks-chorizo smjörsós
Kjúklingalundir með blómkáls couscous, furuhnetum,blómkálsmauki og alioli
Serrano með melónu og piparrótarsósu
Grillaðar lambalundir í bjórgljáa með bjór-karamellusósu,blómkálsmauki og svartrót
Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu
Nautalund með trufflusveppa-duxelles og bourgunion sveppasósu
Blómkál marinerað með saffran með lime-pistasíu vinaigrette, blómkálsmauki og granateplum
Heimsfræga súkkulaðiterta Tapasbarsins með berjacompoté og þeyttum rjóma kostar 990 kr.
Það er um að gera að panta borð strax í dag. Síðustu ár hafa færri komist að en vildu.
Að auki stendur yfir afmælisleikur á facebook og vinningarnir eru ekki af verri endanum, en í aðalvinning er sólarferð til Spánar að verðmæti 250.000 kr. með Úrvali Útsýn.
Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að fara inn á facebook síðu Tapasbarsins hér. Dregið verður út í afmælisleiknum á morgun fimmtudaginn 10. október.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti