Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

24 ára afmæli Tapasbarsins fagnað með pomp og prakt

Birting:

þann

24 ára afmæli Tapasbarsins fagnað með pomp og prakt

Í dag fagnar Tapasbarinn 24 ára afmæli með pompi og prakt.  Staðurinn opnar kl. 16.00 verður fullur af sjóheitri stemningu, glimmeri, dansi og gleði.  Sirkus Íslands kíkir við
ásamt súperstjörnunni Siggu Kling, Blaðraranum, Glimmerstöðinni og fleiri frábærum gestum.

Hinn eini sanni Páll Óskar startar frábæru kvöldi og skemmtir milli 16.30 og 17.00!

Eins og síðustu ár verða veitingar og veigar á afmælisverði.

10 vinsælustu tapasréttirnir 1.490 kr.

Marineraðar lambalundir með lakkríssósu
Túnfiskur með avókadómauki, chili-furuhnetu salsa og tapioca
Steiktur saltfiskur með pesto og sætkartöflumús
Risarækjur al ajillo með chorizo og hvítlauks-chorizo smjörsós
Kjúklingalundir með blómkáls couscous, furuhnetum,blómkálsmauki og alioli
Serrano með melónu og piparrótarsósu
Grillaðar lambalundir í bjórgljáa með bjór-karamellusósu,blómkálsmauki og svartrót
Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu
Nautalund með trufflusveppa-duxelles og bourgunion sveppasósu
Blómkál marinerað með saffran með lime-pistasíu vinaigrette, blómkálsmauki og granateplum

Heimsfræga súkkulaðiterta Tapasbarsins með berjacompoté og þeyttum rjóma kostar 990 kr.

Það er um að gera að panta borð strax í dag. Síðustu ár hafa færri  komist að en vildu.

Að auki stendur yfir afmælisleikur á facebook og vinningarnir eru ekki af verri endanum, en í aðalvinning er sólarferð til Spánar að verðmæti 250.000 kr. með Úrvali Útsýn.

Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að fara inn á facebook síðu Tapasbarsins hér.  Dregið verður út í afmælisleiknum á morgun fimmtudaginn 10. október.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið