Frétt
20 milljónir króna til matvælaðstoðar í Líbanon
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónum króna til matvælaaðstoðar í Líbanon vegna hamfarasprenginganna í Beirút í nýliðinni viku. Framlagið kemur til viðbótar því fé sem stjórnvöld verja nú þegar til mannúðaðstoðar í landinu.
Fjárframlag íslenskra stjórnvalda fer til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og er ætlað til að tryggja fæðuöryggi í Líbanon í kjölfar sprenginganna í höfuðborginni Beirút 4. ágúst. Ekki færri en tvö hundruð fórust, þúsundir slösuðust og um þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín.
„Strax eftir sprengingarnar varð ljóst að þörfin fyrir neyðar- og mannúðaraðstoð yrði gríðarleg og því hétum við okkar stuðningi um leið. Nú liggur fyrir að okkar framlag nýtist best á sviði matvælaaðstoðar og því hef ég ákveðið að veita tuttugu milljónum króna sérstaklega til Matvælaáætlunarinnar svo styðja megi Líbana á þessum erfiðu tímum,“
segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Í sprengingunum eyðilagðist mikilvægasta innflutningshöfn landsins auk kornforða og annarra matvælabirgða sem geymd voru á hafnarsvæðinu. Fæðuöryggi landsmanna er því afar ótryggt og var ástandið þó viðkvæmt fyrir sökum djúprar efnahagskreppu í Líbanon.
https://www.instagram.com/p/CDu1_7cA_cs/
Framlagið til Matvælaáætlunarinnar bætist við þá mannúðaraðstoð sem íslensk stjórnvöld veita nú þegar til Líbanons. Rauði kross Íslands (RKÍ) hyggst verja átta milljónum króna af rammasamningsfé frá utanríkisráðuneytinu í neyðaraðstoð til Líbanon. Einnig má nefna að íslensk stjórnvöld veita árlega 25 milljónum króna í mannúðaraðstoð í Líbanon til mannúðarsjóðsins Lebanon Humanitarian Fund. Loks má nefna árleg framlög samkvæmt rammasamningi í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF). Báðir sjóðir eru hýstir hjá samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA).
Guðlaugur Þór sendi í nýliðinni viku samúðarkveðjur vegna hamfaranna í Beirút. Hugur íslensku þjóðarinnar væri hjá þeim sem þar ættu um sárt að binda.
https://www.instagram.com/p/CDuuYVAhK8y/
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé