Frétt
106 félagsmenn án atkvæðisréttar
Í facebook grúppunni veitingageirinn hefur verið lífleg umræða um að félagsmenn gátu ekki kosið í formannskosningum félagsins í vikunni. Alls 106 félagsmenn í Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, gátu ekki kosið.
Um er að ræða félagsmenn sem greiða full gjöld í félagið en teljast aukafélagar í skilningi laga Matvís, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Í lögum félagsins er kveðið á um að aukafélagar skuli hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins, en njóti ekki atkvæðisréttar og kjörgengis. Á vettvangi Matvís hafa ekki verið haldnar formannskosningar í tæp 29 ár og því mun stór hópur félagsmanna hafa uppgötvað fyrst í nýafstöðnum kosningunum að þeir væru ekki með atkvæðisrétt.
Mynd: skjáskot af google korti

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum