Frétt
106 félagsmenn án atkvæðisréttar
Í facebook grúppunni veitingageirinn hefur verið lífleg umræða um að félagsmenn gátu ekki kosið í formannskosningum félagsins í vikunni. Alls 106 félagsmenn í Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, gátu ekki kosið.
Um er að ræða félagsmenn sem greiða full gjöld í félagið en teljast aukafélagar í skilningi laga Matvís, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Í
lögum félagsins er kveðið á um að aukafélagar skuli hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins, en njóti ekki atkvæðisréttar og kjörgengis. Á vettvangi Matvís hafa ekki verið haldnar formannskosningar í tæp 29 ár og því mun stór hópur félagsmanna hafa uppgötvað fyrst í nýafstöðnum kosningunum að þeir væru ekki með atkvæðisrétt.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar20 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






