Frétt
1000 manna fjöldatakmarkanir á samkomum taka gildi eftir Verslunarmannahelgi
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja núgildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum óbreytta til 4. ágúst. Fjöldatakmörk á samkomum miðast því áfram við 500 manns. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin.
Sóttvarnalæknir telur að skimanir á landamærum séu nú komnar í gott horf og hefur opnun landamæranna ekki leitt til aukningar á innanlandssmitum. Því sé tímabært að huga að frekari tilslökunum á takmörkunum innanlands frá og með 4. ágúst nk. en þá taka gildi 1000 manna fjöldatakmarkanir á samkomum auk þess sem spilasölum og veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður heimilt að hafa opið til 24.00 á kvöldin.
Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis og verður framlenging á núverandi auglýsing birt á næstu dögum í Stjórnartíðindum auk nýrrar auglýsingar með breyttum reglum sem taka munu gildi frá og með 4. ágúst nk.
Mynd; úr safni
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar






