Freisting
þetta kemur þegar það kemur!!!
Hjörtur Howser er nú ekki að skafa af því þegar kemur að lýsingu á óvönduðum vinnubrögðum og lélegri þjónustu hjá veitingahúsum. En Hjörtur kíkti á kaffihúsið „Cafe Kidda Rót“ í Hveragerði og er greinilegt á skrifum Hjartar að hann er kunnugur eiganda kaffihússins.
Fyrirsögnin er þetta kemur þegar það kemur!!!
Kiddi minn, mér var sagt í þessari heimsókn, að þú værir alltaf á staðnum en það breyttist í nema núna, hann er í fyrsta fríinu frá því opnað var. Staðurinn þinn þolir alls ekki, a.m.k. ekki með þetta staff, að þú sért í fríi.
Ég hef á undanförnum mánuðum beint athygli neytenda í auknum mæli að því hörmungarástandi sem ríkir víða í veitingageiranum og varðar þjónustu eða öllu heldur skortinn á henni. Veitingastaðurinn Kaffi Kidda Rót fékk, fyrir margt löngu síðan, hina sæmilegustu umsögn hjá mér og birtist hún í Mannlífi og hér á þessari vefsíðu. Síðan þá hefur eitthvað gerst og breytingin er mjög til hins verra. Nú er tekið við pöntunum við barborðið, áður en maður sest, en bara ef unglingurinn má vera að því. Ekki svo að skilja að hún sé upptekin af því að hreinsa borðin eftir gesti sem hafa yfirgefið staðinn eða að afgreiða aðra sem eru líka að panta. Nei, borðin eru flest með óhreinum diskum og enginn annar var að bíða akkúrat þetta augnablik. Mér þóttu tilsvörin undarleg, vægast sagt, þegar ég vildi spyrja um réttina á seðlinum en hún svaraði reyndar öllu sem hún var spurð um, afar undarlega. Til að mynda þegar 35 mínútur voru liðnar frá pöntun án þess að á okkur væri yrt, lagt á borð eða hreinsað af næstu borðum matarleifar og óhreint leirtau og mér varð á að spyrja hvort ekki færi að styttast í hamborgarana okkar var svarið þetta kemur þegar það kemur. Ég var eiginlega mest hissa að hún skyldi ekki bara segja þegiðu og sestu og vert´ekki að rífa neinn kjaft. Og við beiðninni um hreinsun borða var svarið ég er að bíða eftir uppvöskuninni til að geta tekið meira ?!?! Einmitt… og ég, viðskiptavinurinn sem er að fara að skilja peningana mína eftir hér, á að lykta af leifunum þangað til. Flottur apperatíf það. Svona starfsfólk fengi ekki vinnu á mínu veitingahúsi, það er nokk á hreinu.
Svo þarftu Kiddi minn að athuga að ef þú ætlar að hafa opið inn í eldhúsið má kokkurinn alls ekki sleikja puttana á sér milli þess sem hann setur hamborgarabrauðið á grillið, tekur ostsneiðarnar til eða flettir í sundur kálblöðum. Reyndar myndi ég biðja viðkomandi að sleikja helst aldrei á sér fingurna meðan matartilbúningur stendur yfir. Jafnvel athugandi að kaupa einnota latex hanska á mannskapinn, svona eins og bifvélavirkjar nota. Hreinlæti er oftast til marks um vandvirkni og þessi staður er ekki hreinlegur. Veitingamaður sagði mér einu sinni að hann lætur alla sem vinna hjá sér, alltaf, sama hvað þeim er ætlað að gera, taka með sér óhreint ef þeir eru á ferð um salinn. Með þeim vinnubrögðum eru meiri líkur en minni á að staðurinn sé alltaf hreinn. Og þar að auki virkar staffið þá eins og það eigi eitthvert erindi inni á staðnum í stað þess að rangla um verkefnalaust og illa til haft eins og það er hjá þér, og það á sunnudegi.
Því miður kem ég ekki aftur í heimsókn á Kaffi Kidda Rót með mína 6 manna fjölskyldu. Ég býð mínu fólki einfaldlega hvorki uppá svona dónalega afgreiðslu né svona sleiktan mat. Takk fyrir mig.
Greint frá á bloggsíðu Hjartar Howser www.hhowser.blogspot.com
*********
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt3 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….